Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 85
 Þjóðmál SUmAR 2011 83 á stefnu skrá sinni, ásamt því að slíta endan­ lega sambandinu við Dani á grundvelli Sam bands lagasamningsins frá 1918 . Í sömu andrá og gefið er í skyn að þjóðríkið geti illa tryggt frelsi einstaklinganna fáum við að vita að „Evrópusambandið [hafi] ekki síst það hlutverk að standa vörð um réttindi ein staklinga óháð þjóðerni þeirra innan sam bandsins“ (bls . 51) . Bókarhöfundur hefði mátt eyða nokkrum línum á afdrif og stöðu Roma­fólksins (Sígauna) innan ríkja ESB . Annar hluti bókarinnar ber heitið „Tryllt ur skríll og landráðalýður“ og fjallar um að draganda aðildar Íslands að Atlants hafs bandalaginu 1949 . Þetta voru miklir átaka tímar í sögu Íslands og mörkuðu varn ­ ar málastefnuna til næstu fimmtíu ára – en alls ekki viðskiptastefnuna . Þessi hluti bók­ ar innar er sama marki brenndur og hinn fyrri; heimildavinnan í molum, þótt sagn­ fræði prófessorarnir Valur Ingimundarson og Þór White head hafi greint tímabilið frá her vernd ar samn ingi og Keflavíkursamningi til Nato­aðildar og varnarsamnings við Banda ríkin, með ágætum . Ekkert skortir þó á það að bókarhöfundur endurflytji gagn ­ rýn is laust í furðulegum „saman burðar fíl­ ing“ málflutning komm ún istans Einars Ol­ geirs son ar, alþm . Samein ingar flokks al þýðu, sem mjög var á nótum þjóðernishyggju þá, af henti semis ástæðum líkast til, en þjónaði í reynd „Moskvu lín unni“ . Sú þjónkun skýrir kannski hvers vegna kommúnistar og vinstri sósíal istar gagn rýndu Alþingishátíðina 1930 sem dæmi um þjóðrembu (sbr . áðurnefnda grein Gísla Gunnarssonar) . Sannleikurinn er satt best að segja sá, að blekkingaleikur var ær og kýr í stjórnmálastarfi kommúnista . „Áki Jakobsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra kommúnista, ráðherra og þingmaður Sósíalistaflokksins, sagði raunar að þjóðernistal íslenskra kommúnista hefði verið „eintóm blekking . Og kaldrifjuð taktík . . . heppilegur áróður“ (sbr . Þór Whitehead: Sovét Ísland óskalandið (2010), bls . 428) . Sérkennilegt að Eiríkur skuli ekki hafa séð í gegnum þetta . En kannski hamlaði kenningin? Íslenskir komm­ únistar og vinstri sósíalistar hafa alltaf ekið seglum sínum eftir því hvernig vindurinn blés frá Moskvu . Þess er vart að vænta að andstaðan við Nato­aðild innan Sjálfstæðisflokksins verði rannsökuð, svo að gagn sé í . Um það skortir heimildir, þótt vitað sé að sjálf stæðis­ mönnum líkt og flestum öðrum Íslend ingum á þessum árum hugnaðist lítt vera erlends herliðs í landinu á friðartímum og þeir áttuðu sig ekki til fulls á þeirri þróun sem var í gerjun með kalda stríðinu . Þó er vitað að Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra í aðdrag­ anda Nato­aðildar, fór um allt land og hélt fundi með flokksmönnum sínum til að skýra þau sjónarmið sem uppi voru um breytta tíma í íslenskum utanríkismálum . Að lokum réð auðvitað mestu um endanlega afstöðu þings og þjóðar í þessu máli, að bæði Danir og Norðmenn ákváðu að ganga í Nato . Eiríkur getur þess að flestir þingmenn ríkisstjórnarinnar úr Alþýðuflokki, Fram­ sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafi sam­ þykkt Nato­aðildina „en sósíalistar börðust hatrammlega gegn henni“ . Og svo getur Eiríkur frávika með þessum hætti: „Til að mynda lagði útgerðarmaðurinn Einar Sigurðsson niður störf sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og sagði sig úr flokknum í mótmælaskyni .“ Það var og . Vitað var að Einari hugnaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.