Þjóðmál - 01.06.2011, Page 85

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 85
 Þjóðmál SUmAR 2011 83 á stefnu skrá sinni, ásamt því að slíta endan­ lega sambandinu við Dani á grundvelli Sam bands lagasamningsins frá 1918 . Í sömu andrá og gefið er í skyn að þjóðríkið geti illa tryggt frelsi einstaklinganna fáum við að vita að „Evrópusambandið [hafi] ekki síst það hlutverk að standa vörð um réttindi ein staklinga óháð þjóðerni þeirra innan sam bandsins“ (bls . 51) . Bókarhöfundur hefði mátt eyða nokkrum línum á afdrif og stöðu Roma­fólksins (Sígauna) innan ríkja ESB . Annar hluti bókarinnar ber heitið „Tryllt ur skríll og landráðalýður“ og fjallar um að draganda aðildar Íslands að Atlants hafs bandalaginu 1949 . Þetta voru miklir átaka tímar í sögu Íslands og mörkuðu varn ­ ar málastefnuna til næstu fimmtíu ára – en alls ekki viðskiptastefnuna . Þessi hluti bók­ ar innar er sama marki brenndur og hinn fyrri; heimildavinnan í molum, þótt sagn­ fræði prófessorarnir Valur Ingimundarson og Þór White head hafi greint tímabilið frá her vernd ar samn ingi og Keflavíkursamningi til Nato­aðildar og varnarsamnings við Banda ríkin, með ágætum . Ekkert skortir þó á það að bókarhöfundur endurflytji gagn ­ rýn is laust í furðulegum „saman burðar fíl­ ing“ málflutning komm ún istans Einars Ol­ geirs son ar, alþm . Samein ingar flokks al þýðu, sem mjög var á nótum þjóðernishyggju þá, af henti semis ástæðum líkast til, en þjónaði í reynd „Moskvu lín unni“ . Sú þjónkun skýrir kannski hvers vegna kommúnistar og vinstri sósíal istar gagn rýndu Alþingishátíðina 1930 sem dæmi um þjóðrembu (sbr . áðurnefnda grein Gísla Gunnarssonar) . Sannleikurinn er satt best að segja sá, að blekkingaleikur var ær og kýr í stjórnmálastarfi kommúnista . „Áki Jakobsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra kommúnista, ráðherra og þingmaður Sósíalistaflokksins, sagði raunar að þjóðernistal íslenskra kommúnista hefði verið „eintóm blekking . Og kaldrifjuð taktík . . . heppilegur áróður“ (sbr . Þór Whitehead: Sovét Ísland óskalandið (2010), bls . 428) . Sérkennilegt að Eiríkur skuli ekki hafa séð í gegnum þetta . En kannski hamlaði kenningin? Íslenskir komm­ únistar og vinstri sósíalistar hafa alltaf ekið seglum sínum eftir því hvernig vindurinn blés frá Moskvu . Þess er vart að vænta að andstaðan við Nato­aðild innan Sjálfstæðisflokksins verði rannsökuð, svo að gagn sé í . Um það skortir heimildir, þótt vitað sé að sjálf stæðis­ mönnum líkt og flestum öðrum Íslend ingum á þessum árum hugnaðist lítt vera erlends herliðs í landinu á friðartímum og þeir áttuðu sig ekki til fulls á þeirri þróun sem var í gerjun með kalda stríðinu . Þó er vitað að Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra í aðdrag­ anda Nato­aðildar, fór um allt land og hélt fundi með flokksmönnum sínum til að skýra þau sjónarmið sem uppi voru um breytta tíma í íslenskum utanríkismálum . Að lokum réð auðvitað mestu um endanlega afstöðu þings og þjóðar í þessu máli, að bæði Danir og Norðmenn ákváðu að ganga í Nato . Eiríkur getur þess að flestir þingmenn ríkisstjórnarinnar úr Alþýðuflokki, Fram­ sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafi sam­ þykkt Nato­aðildina „en sósíalistar börðust hatrammlega gegn henni“ . Og svo getur Eiríkur frávika með þessum hætti: „Til að mynda lagði útgerðarmaðurinn Einar Sigurðsson niður störf sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og sagði sig úr flokknum í mótmælaskyni .“ Það var og . Vitað var að Einari hugnaðist

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.