Þjóðmál - 01.06.2011, Page 88

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 88
86 Þjóðmál SUmAR 2011 kúgunin og hræðsla þeirra við yfirvaldið var slík að þau þorðu aldrei að nefna hvort við annað að þau efuðust um Kil Il­Sung eða þær hugmyndir um umheiminn sem Norður­Kóreubúum var skipað að trúa . Þau treystu hvort öðru samt betur en nokkrum öðrum en harðstjórnin var svo yfirþyrmandi að ekki var óhætt að segja skoðanir sínar upphátt við nokkurn mann . Í öllum sögunum, eins ólíkar og þær eru, hreyfir dugnaður og áræðni íbúanna sterkt við lesandanum . Norður­Kórea taldist til þróaðra ríkja á sjötta og sjöunda áratugnum og eldri Norður­Kóreubúar muna hvernig það var að eiga sjónvarp, mat í búrinu og föt til skiptanna . En eftir fall Sovétríkjanna urðu íbúarnir að leita sér matar þar sem þeir gátu . Mæður, með börnin bundin á bakinu, gengu ofar og ofar í fjöllin í leit að ætu grasi sem þær máttu svo sjóða í margar klukkustundir til að börnin gætu borðað og melt grasið . Fólk klifraði upp í rafmagnsstaura, klippti niður koparvír og seldi á svörtum markaði til að eiga fyrir mat . Fólk hirti ómelt korn úr húsdýraskít . Hafnarverkamenn skröpuðu botninn á lestum skipa sem fluttu mat, breiddu leðjuna á gangstéttir, þurrkuðu hana í sólinni og tíndu hrá hrísgrjón og annað matarkyns upp úr henni . Hæðartakmark í herinn var lækkað úr 160 cm í 150 cm þegar þjóðin tók að minnka vegna vannæringar . Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er góð, lát laus og þægileg og kemur beinskeyttum stíl höfundar vel til skila . Engan þarf að öfunda er bók sem fyrst og fremst segir sögur af fólki . Sögur af erfið­ leikum og lífi sem er svo fjarri okkur hér í okkar veruleika að lesandanum líður jafnvel eins og hann sé að lesa um eitthvað sem gerðist fyrir hundrað árum . En þrátt fyrir erfiðleikana og vonleysið sem virðist alltumlykjandi í sögunum verður lesandinn ávallt var við vonarglætu, ljós sem lýsir fólkinu leiðina út úr eymdinni . Drif­ kraftur allra er viljinn til að lifa . Og sá vilji verður að lokum sterkari en allt, sterkari en óttinn við stjórnvöld, sterkari en óttinn við hið óþekkta í suðri, sterkari en óttinn sjálfur . Eftir að bókinni er lokað er erfitt að gleyma fólkinu í Norður­Kóreu . Enda megum við ekki gleyma þeim . Ljósunum öllum í norðri . Vel heppnuð handbók um íslensku Handbók um íslensku . Ritstjóri: Jóhannes B . Sigtryggsson, Forlagið og Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík 2011, 401 bls . Eftir Björn Bjarnason Allir sem vinna við ritstörf reka sig fyrr eða síðar á eitthvað sem þeim er óljóst við frágang eða ritun texta . Nú hefur Stofnun Árna Magnússonar í ís­ lensk um fræðum sent frá sér Handbók um íslensku undir ritstjórn Jóhannesar B . Sig­ tryggssonar . Þar geta textasmiðir fengið svör við spurningum sem vakna við störf þeirra og lúta að handbragðinu . Þegar ég starfaði við blaðamennsku á Morgunblaðinu á níunda áratugnum hitt­ umst við blaðamenn á erlendri fréttadeild blaðsins reglulega á svonefndum gæða­ fundum . Þar ræddum við efnistök í blaðinu . Þá hefði oft verið gott að hafa handbók við hönd ina með reglum sem auðvelduðu mönn­ um að komast að niðurstöðu um hvernig taka ætti á álitamálum . Morgunblaðið bjó ekki, svo ég vissi, að neinum slíkum reglum um málnotkun .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.