Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 56
54 Þjóðmál SUmAR 2011
„Sá sem aldrei skiptir um skoðun, mun aldrei
bæta fyrir misgjörðir sínar . Hann verður ekki
vísari á morgun en hann er í dag .“
Tryon Edwards
Íslensk fíkniefnalöggjöf á rætur sínar að rekja til ársins 1923 . Það ár voru lögfest
hin svokölluðu ópíumlög, nr . 14/1923, er
tóku til tilbúnings og verslunar með ópíum
og skyld efni . Á þeim tíma var fíkniefnaneysla
miklum mun minni en þekkist í dag, en átti
sér þó hugsanlega að einhverju leyti stað
meðal efnafólks .1 Í dag eru í gildi lög um
ávana og fíkniefni nr . 65/1974 . Lögin eru
sett að fordæmi erlendra ríkja og taka fyrst og
fremst mið af fíkniefnalöggjöf Norðurlanda .
Á Íslandi liggur að hámarki 12 ára refsing
við fíkniefnabrotum samkvæmt 173 . gr . a .
almennra hegningarlaga nr . 19/1940 .
Refsistefnan (e . prohibition), þ .e . viðleitn
in til að beita refsingum við fíkniefna brot
um, hefur fengið að hafa sinn gang nokkurn
veginn gagnrýnislaust um mjög langt skeið .
Því miður er staðreyndin hins vegar sú að
hún hefur ekki borið þann árangur sem
ætlast var til af henni . Í þessari stuttu grein
1 Björn Jón Bragason, sagnfræðingur: Viðtal 16 .5 .2011 .
er ætlun höfundar að benda á nokkur þeirra
atriða sem þykja benda til þess að refsi
stefnan sé ekki árangursrík í baráttunni við
fíkni efnavandann .
Refsistefnan dregur ekki úr
eftirspurn eða notkun fíkniefna
ÁÍslandi, líkt og víðast annars staðar, hafa refsingar verið viðhafðar við fíkni
efnabrotum í hartnær heila öld . Horn steinn
refsistefnunnar er sá að hún muni draga úr
eftirspurn og notkun fíkniefna . Því mætti
ætla, samkvæmt kenningunni um varn
aðaráhrif, að þyngri refsingar myndu draga
úr notkun vímuefna . Meðalþyngd fang elsis
dóma í fíkniefnamálum hefur þyngst veru
lega, vegna útvíkkunar refsi ramma, til komu
stærri mála og strangara refsi mats dómstóla .
(Sjá mynd 1 .)2
Þrátt fyrir þyngingu refsinga bendir
2 Páll Egill Winkel: „Fíkniefnalöggjöf á Íslandi . Könnun á
dómum Hæstaréttar í fíkniefnamálum frá 1972 til 1998 .“
Ritgerð til embættisprófs við lagadeild Háskóla Íslands,
2000; „Dómar í fíkniefnamálum hafa styst .“ Fréttablaðið
26 . desember 2006, bls . 6; Sandra Dröfn Gunnarsdóttir:
„Fíkniefnabrot . Úttekt á dómum Hæstaréttar frá 2006 til
2010 .“ Ritgerð til meistaraprófs við lagadeild Háskólans
Jóhannes Stefánsson
Barnatrúin á bannið
Fimm ástæður þess að refsistefna í fíkniefnalöggjöf er
ekki farsæl til að takast á við fíkniefnavandann