Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 47
 Þjóðmál SUmAR 2011 45 Sjálfstæðismenn verða að endur heimta dagskrárgerðarvaldið . Við getum ekki lengur sætt okkur við að vinstri menn stjórni og móti þjóðmálaumræðuna . Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gegnt mik il vægara hlutverki en einmitt nú þegar skipu lega er reynt að útrýma millistéttinni . Rík is stjórn hinnar „norrænu velferðar“ telur það sérstaklega eftirsóknarvert að kæfa millistéttina — kæfa hinn venjulega Íslend­ ing — sjó manninn, kennarann, bóndann, iðn að ar mann inn og verslunarmanninn . Milli stétt in — bak beinið í íslensku sam­ félagi — á undir högg að sækja og lítur til Sjálfstæðis flokksi ns . Hið inngreypta loforð að gjöra rétt og þola ei órétt er krafa milli­ stéttarinnar til sjálf stæðis manna . Þeirri kröfu verður að svara . Við sjálfstæðismenn vitum að þessi fá menna þjóð, sem hefur tekist að byggja upp velferðar­ ríki sem er öfundsvert, hefur lyft Grettis taki þegar allir hafa lagst á eitt, þegar stétt hefur stað ið með stétt hefur okkur farnast vel . Íslend­ ing ar skilja af hverju Sjálf stæðis flokkurinn hefur haft það sem leiðar ljós í liðlega 90 ár að sam eina Íslend inga en ekki sundra þeim . Stétt með stétt er annað grunnstefið í hugmynda­ fræði okkar sjálfstæðismanna . Við treystum fólkinu í landinu en and­ stæð ingar okkar byggja allt sitt á van trausti, tor tryggni og sundurþykkju . Við sjálf­ stæðis menn segjum traust en and stæðingar okkar tortryggni . Við trúum á samstöðu þjóð ar innar en vinstri menn eru fulltrúar sund ur lyndisfjandans . Við trúum því og við vitum að íslenskri þjóð farnast best þegar við stöndum saman, stétt með stétt . Hug mynda barátta vinstri manna byggir á átökum þar sem nágrönnum er att saman, stétt standi gegn stétt, landsbyggð gegn höfuðborg . Pólitískir hagsmunir and stæð­ inga okkar krefjast þess að fleygur sé rekinn á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri, á milli launamanna og atvinnurekenda . Sósíal istar ala á öfund en við hægri menn samfögnum þegar einhverjum gengur vel . Með skipulegum og ógeðfelldum hætti hefur verið rekinn rýtingur í þjóðarsálina, sem sótt hefur styrk sinn í frelsi einstaklingsins og samvinnu fólksins í landinu . Þann rýting eigum við sjálfstæðismenn ekki aðeins að fjarlægja heldur brjóta í mél . Við munum sækja fram í nafni atvinnu­ frelsi s og sjálfstæðis þjóðarinnar . Við mun um aldrei samþykkja framsal á auðlind um þjóð­ arinnar . Við munum aldrei fórna full veldi þjóð arinnar vegna löngunar örfárra . Við sjálf stæðismenn eigum að standa vörð um það sem hefur áunnist á undanförnum ára­ tugum, annað er svik við söguna og þá sem á undan komu og byggðu upp glæsilegt þjóð­ félag . Við eigum að blása ungu fólki bjart­ sýni í brjóst í stað þess að fylla það bölmóði og við eigum sameiginlega að vera stolt af því að vera Íslendingar . Með því að vera trúir grunn stefnu sjálfstæðistefnunnar munum við aftur öðlast fyrri styrk og stuðla að því að hér byggist upp öflugt og þróttmikið atvinnu líf, fjölbreytt mannlíf, öflugt menntakerfi og velferðarkerfi sem verður talið til fyrir mynd ar í öðrum löndum . Almenningur horfir til Sjálfstæðisflokksins en hann hefur ekki öðlast fyrra traust á störf um flokksins . Kjósendur bíða eftir því að flokkurinn endurnýi sáttmála sjálf stæðis­ stefnunnar við íslensku þjóðina: Sáttmála sem er í senn einfaldur — stétt með stétt og gjör rétt, þol ei órétt — en um leið marg slunginn . Sáttmála sem er sam ofinn þjóð ar sálinni — sáttmála sem við sjálf stæðismenn stóðum ekki tryggan vörð um . Til að öðlast tiltrú og traust landsmanna verð um við sjálfstæðismenn að endurnýja sátt málann sem grunnhugsjón okkar byggir á . En til að þetta verði að veruleika þarf að tala skýrt og forystumenn flokksins mega í engu hvika frá hugsjónum og grunnstefinu sem hefur sameinað flokksmenn .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.