Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 67
Þjóðmál SUmAR 2011 65
Ég álít til að mynda ekki efnisleg rök til að
und anskilja að fullu fundargerðir ríkisstjórna
þegar upplýsingaréttur almennings er annars
vegar . Í athugasemdum við frumvarp það
sem varð að upplýsingalögum segir að rétt
sé að fundar gerðir þessar séu undanþegnar
upplýsingarétti þar eð ríkisstjórn og
ríkisráð hafi „ótvírætt sérstöðu innan
stjórnsýslunnar“ . Ég fæ vart séð hvernig
þetta samrýmist markmiði laganna um að
aflétta leynd af gögn um í þeim tilfellum þar
sem leyndin þjónar engum tilgangi og leiðir
beinlínis til þess að almenningur tortryggir
stofnanir hins opinbera .
Þegar ég var að kanna tiltekin mál í skjala
safni Seðlabankans fyrir nokkrum árum
kom ég auga á minnisblað frá ráðherrafundi,
það er að segja með stimpli sem gaf til kynna
að viðkomandi skjal hefði verið lagt fram á
ríkisstjórnarfundi hinn 10 . desember 1985 .
Ég hafði mikinn hug á að fá að líta í fundar
gerð þess ríkisstjórnarfundar, en samkvæmt
upplýsingalögum er um að ræða lokuð gögn .
Ég afréð þó að láta á það reyna hvort ekki
væri unnt að fá aðgang að fundargerðinni, þar
sem ég taldi þetta ákvæði upplýsingalaga ekki
standast, enda engin efnisleg lagarök að minni
hyggju til að undanskilja allar fundargerðir
ríkisstjórnar í upplýsingalögum .
Fundargerðir ríkisstjórnar frá þessum tíma
eru varðveittar á Þjóðskjalasafni og fékk
ég skjalaverði safnsins til að leita álits for
sætisráðuneytis á þessu efni . Starfsmenn ráðu
neytisins veiktust þá skyndilega af ákvarð ana
fælni og ekkert bólaði á svari í hálfan annan
mánuð, eða þar til erindið hafði verið ítrekað .
Þá fékk ég loks fyrirspurn frá skrifstofustjóra
ráðuneytisins á þá lund hvort þetta væri bara
ekki hreinlega um seinan – hvort það væri
ekki bara óþarfi fyrir mig að fá aðgang að
þessum gögnum, þar sem svo langur tími væri
liðinn frá því að ég sendi erindið . Ég sagðist
standa fastur við fyrra erindi og svo fór að
lokum að bækurnar voru opnaðar fyrir mér .
Ómögulegt var að sjá að nokkrum almanna
hagsmunum væri ógnað, en líkast til eru þær
fáar fundargerðir ráðherrafunda þar sem svo
viðkvæm mál eru til umræðu að rétt sé að
tálma aðgengi að þeim um áratugi . Umrædd
undanþága frá upplýsingarétti er því að mínu
viti til muna of umfangsmikil .
Skjöl horfin
Í1 . mgr . 11 . gr . upplýsingalaga er ákvæði um málshraða, en samkvæmt því skal stjórn vald
taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni
um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða
má . „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö
daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá
ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé
að vænta“, eins og segir í ákvæðinu . Þessari
reglu er að jafnaði ekki fylgt og venjulega þarf
að ítreka erindi einu sinni eða oftar áður en
viðkomandi embættis maður hefst handa
við að svara því . Sem dæmi má nefna að
þá hef ég nú frá áramótum sent átta bréf til
Háskóla Íslands og undirstofnana hans vegna
einfaldrar fyrirspurnar um styrk greiðslur til
tiltekinna stofnana skólans . Í svarbréfum víkja
yfirmenn skólans sér undan að svara, vísa hver
á annan, ellegar þeir virða fyrirspurnir mínar
að vettugi .
Ég hef þó ekki einasta átt í erfiðleikum með
að nálgast skjöl, heldur virðist sums staðar
sem nálega öll skjöl er varða tiltekin mál hafi
horfið . Þá er það heldur ekki til að auðvelda
leit að gögnum að skipulag sumra skjalasafna
og uppröðun er í algjörum molum . Það er að
mínu viti galli á löggjöf hérlendis að ekki sé
unnt að koma við refsiábyrgð forstöðumanna
ríkis stofnana ef skjalahald er í ólestri, enda
óþol andi fyrir réttaröryggi borgaranna ef
ómögu legt er að nálgast skjöl vegna þess eins
að ekki var hirt um að skrá þau og flokka, að
ekki sé talað um ef skjölum hefur beinlínis
verið fargað .
Árið 2007 leitaði ég upplýsinga hjá mörg um