Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 74
72 Þjóðmál SUmAR 2011 fyrir sjáanlegur . Hann fer eftir beinni línu . Dæmi um slíkan vöxt er, að barn hækki um 2 cm á ári eða nirfill leggi þúsundkrónuseðil til hliðar á mánuði . Einfalt er að reikna út, að eftir fimm ár hefur barnið hækkað um 10 cm og 60 þúsund krónur bæst við seðlafúlguna í fórum nirfilsins . Veldisvöxtur er annars eðlis . Setjum svo, að nirfillinn leggi ekki sparnað sinn til hliðar í peningaseðlum, heldur setji þær í banka með 4% vöxtum . Þá tvöfaldast upphæðin á 18 árum . Ef vextirnir eru 5%, þá tvöfaldast hún á 14 árum, og ef þeir eru 10%, þá tvöfaldast hún á sjö árum . Veldisvöxtur leynir þannig á sér . Þar getur margt smátt óvænt orðið eitt stórt . Höfundar Endimarka vaxtarins rifjuðu upp gamla persneska þjóðsögu . Hirðmaður einn, sem kunnur var að kænsku, færði konungi sínum fagurt taflborð að gjöf . Þegar hann var spurður, hvaða laun hann vildi þiggja fyrir borðið, svaraði hann hógværlega, að þau gætu verið eitt hrísgrjón fyrir fyrsta reitinn, tvö fyrir annan reitinn, fjögur fyrir hinn þriðja, átta fyrir hinn fjórða og svo framvegis . Tala hrísgrjónanna átti með öðrum orðum að tvöfaldast, þegar farið væri á næsta reit, en reitir taflborðsins eru 64 . Konungur uggði ekki að sér, heldur gekk fúslega að þessu . Hann lét sækja hrísgrjón í forðabúr sitt . Fyrir fimmta reitinn þurfti 16 grjón, fyrir hinn tíunda 512 grjón og fyrir hinn fimmtánda 16 .384 grjón . Fyrir 21 . reitinn hreppti hirðmaðurinn meira en eina milljón hrísgrjóna, og þegar kom að 40 . reitnum, þurfti að flytja einn milljarð grjóna úr forðabúrinu . Allar hrísgrjónabirgðir konungs voru þrotnar, löngu áður en kom að 64 . reitnum . Stærð, sem undirorpin er veldisvexti, getur allt í einu orðið mjög stór . Til þess að sýna þetta enn betur fóru höfundar Endimarka vaxtarins með franska barnagátu . Vatnalilja vex í tjörn . Hún er í upphafi smávaxin, en ef hún fær að vaxa óáreitt, þá þekur hún tjörnina eftir þrjátíu daga og hefur þá kæft allar aðrar lífverur í vatninu . Á hvaða degi þekur liljan hálfa tjörnina? Svarið er á 29 . degi . Þá er aðeins einn dagur til stefnu . Ef ekki er gripið í taumana, þá kæfir liljan allar aðrar lífverur í vatninu daginn eftir . Þessari hugsun beittu höfundar Endimarka vaxtarins síðan á jörðina og íbúa hennar . Þótt gæði jarðarinnar væru endanleg, fjölgaði fólki eftir veldislögmáli . Léti að líkum, yrðu íbúar jarðar sjö milljarðar um aldamótin 2000 . Þetta fólk þyrfti matvæli og iðnvarning, svo að matvælaframleiðsla og iðnframleiðsla yxu líka eftir veldislögmáli . Þetta hefði í för með sér mengun, sem þá yxi líka eftir veldislögmáli, og nefndu höfundar í því sambandi DDT . Höfundar reyndu meðal annars að meta, hversu hratt notkun ýmissa tæmanlegra jarðefna ykist . Settu þeir hraðanum efri og neðri mörk og tóku síðan meðaltalið . Það notuðu þeir síðan til að reikna út, hvenær þessi efni yrðu uppurin, fyndust ekki nýjar birgðir . Hér skulu aðeins nefnd þau jarðefni, sem áttu eftir því mati að vera þrotin fyrir árið 2012 . Ál átti að endast til ársins 2003, blý til 1993, gull til 1981, jarðgas til 1994, jarðolía til 1992, kopar til 1993, kvikasilfur til 1985, mólybden til 2006, silfur til 1985, sink til 1990, tin til 1987 og wolfram til 2000 .13 Fyndust nýjar birgðir, lengdist end­ ing ar tíminn auðvitað, eins og höfundar tóku fram . Niðurstöðurnar í Endimörkum vaxtarins voru ótvíræðar: Ef svo heldur fram sem horfir um fólks­ fjölgun, iðnvöxt, mengun, matvæla fram leiðslu og þrot auðlinda, verður endi mörkum vaxtar á þessari reikistjörnu náð innan aldar héðan í frá . Endirinn verður að öllum líkindum sá, að fólki fækkar og framleiðslugeta iðnaðar dregst saman, hvort tveggja nokkuð snögglega og án þess að við verði ráðið .14 Til þess að afstýra slíkum ósköpum þyrfti mannkynið „að veita þessum vaxtar hneigðum í nýjan farveg og koma á vist­ og hagfræðilegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.