Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 69
 Þjóðmál SUmAR 2011 67 þar á meðal fengið afhentar skýrslur frá stjórn­ endum hans . Seðlabankinn synjaði undirrituðum um aðgang að nokkrum gögnum er málið varða og kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál . Úrskurðarnefndin gaf Seðlabanka Íslands færi á að gefa umsögn um kæru undirritaðs og fékk höfundur afrit þess bréfs . Með því bréfi voru úrskurðarnefndinni afhent í trúnaði afrit tveggja skjala, sem Seðlabankinn taldi „helst varða kæruna“, en umrædd bréf eru frá Seðlabanka til Straums­Burðaráss, dagsett 29 . janúar og 3 . febrúar 2009 . Þau gögn geta því vart snert meginefni þess máls sem ég var að rannsaka, en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Straums hinn 9 . mars sama ár . Þá kemur einnig fram í umræddu bréfi að engin gögn séu til í Seðla­ bankanum er varði þá fundi stjórnenda Straums og Seðlabankans sem ég hafði óskað eftir . Synjun Fjármálaeftirlitsins var sömuleiðis kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem staðfesti úrskurðinn, en yfirlit yfir gögn sem stofnunin sendi nefndinni var afar fátæklegt og svo virðist sem gögn skorti . Svo sem sjá má af þessum dæmum er veru­ legur misbrestur á að upplýsingalögum sé fylgt og þá virðist sem embættismenn láti oft hjá líða að taka saman gögn eða færa þau til bókar . Ný upplýsingalög Núverandi stjórnarflokkar komust til valda undir kjörorðum á borð við „gegn sæja stjórn sýslu“ og „aukinn upp lýs ­ inga rétt almenn ings“ . Jóhanna Sig urðar­ dóttir for sætis ráðherra lagði fram frum varp til nýrra upp lýsingalaga í vetur sem leið og hefði mátt ætla að til samræmis við yfirlýs­ ingar stjórnvalda stæði til að rýmka rétt al­ menn ings til aðgangs að gögnum stjórn­ sýsl unnar . Slíku er þó ekki að heilsa heldur er með frumvarpi Jóhönnu stefnt að því að takmarka mjög aðgang almennings að opinberum upplýsingum, þrátt fyrir yfirlýsingar talsmanna stjórnarflokkanna um annað . Þannig verða öll þau gögn sem nú eru undanskilin upplýsingarétti áfram hulin leynd og að auki verða gögn „sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undir búnings lagafrumvarpa“ undanskilin upplýsingarétti . Þá stendur til að lögfesta nýtt ákvæði sem felur það í sér að öll gögn sem „tengjast málefnum starfsmanna“ verði undan skilin og sömuleiðis öll vinnuskjöl . Í frumvarpinu eru vinnugögn skilgreind með mjög ýtarlegum hætti . Reglur þessar ganga út á að skilgreina það skjal vinnuskjal sem berst milli stjórnvalda, þ .e . þegar eitt stjórnvald sinnir störfum fyrir annað stjórn­ vald . Með þessu er farið inn á hættulegar brautir og til að mynda opnað fyrir að fundargerðir, þar sem fleiri en eitt stjórnvald eiga aðild að málum, verði algjörlega undanþegin upplýsingarétti . Ekki er rökstutt í greinargerð með frumvarpinu að núgildandi lög hafi háð íslenskum stjórnvöldum, en með hinni víðtæku skilgreiningu á vinnugögnum er upplýsingaréttur almennings þrengdur mjög . Hagsmunir ríkisins eru metnir til muna hærri en hagsmunir almennings . Með þessu er beinlínis ýtt undir leynd og agaleysi í stjórn sýslu . Að mínu mati er rétt að skilgreina vinnugögn með þröngum hætti, líkt og gert er í núgildandi lögum, en ég teldi þó æskilegt að þrengja skilgreininguna enn frekar . Samkvæmt 2 . tölulið 4 . mgr . 15 . gr . frum­ varpsins er stjórnvöldum færð heimild til að hafna beiðni um aðgang að upplýsingum ef „sterkar vísbendingar eru um að beiðni sé sett fram í ólögmætum tilgangi“ . Hér er stjórnvöldum leyft að spá fyrir um óframin og ósönnuð lögbrot borgaranna . Ákvæði af þessu tagi býður heim hættunni á að embættis menn neiti almenningi um aðgang að upplýsingum að eigin geðþótta . Þá er í frumvarpi Jóhönnu kveðið á um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.