Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 88

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 88
86 Þjóðmál SUmAR 2011 kúgunin og hræðsla þeirra við yfirvaldið var slík að þau þorðu aldrei að nefna hvort við annað að þau efuðust um Kil Il­Sung eða þær hugmyndir um umheiminn sem Norður­Kóreubúum var skipað að trúa . Þau treystu hvort öðru samt betur en nokkrum öðrum en harðstjórnin var svo yfirþyrmandi að ekki var óhætt að segja skoðanir sínar upphátt við nokkurn mann . Í öllum sögunum, eins ólíkar og þær eru, hreyfir dugnaður og áræðni íbúanna sterkt við lesandanum . Norður­Kórea taldist til þróaðra ríkja á sjötta og sjöunda áratugnum og eldri Norður­Kóreubúar muna hvernig það var að eiga sjónvarp, mat í búrinu og föt til skiptanna . En eftir fall Sovétríkjanna urðu íbúarnir að leita sér matar þar sem þeir gátu . Mæður, með börnin bundin á bakinu, gengu ofar og ofar í fjöllin í leit að ætu grasi sem þær máttu svo sjóða í margar klukkustundir til að börnin gætu borðað og melt grasið . Fólk klifraði upp í rafmagnsstaura, klippti niður koparvír og seldi á svörtum markaði til að eiga fyrir mat . Fólk hirti ómelt korn úr húsdýraskít . Hafnarverkamenn skröpuðu botninn á lestum skipa sem fluttu mat, breiddu leðjuna á gangstéttir, þurrkuðu hana í sólinni og tíndu hrá hrísgrjón og annað matarkyns upp úr henni . Hæðartakmark í herinn var lækkað úr 160 cm í 150 cm þegar þjóðin tók að minnka vegna vannæringar . Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er góð, lát laus og þægileg og kemur beinskeyttum stíl höfundar vel til skila . Engan þarf að öfunda er bók sem fyrst og fremst segir sögur af fólki . Sögur af erfið­ leikum og lífi sem er svo fjarri okkur hér í okkar veruleika að lesandanum líður jafnvel eins og hann sé að lesa um eitthvað sem gerðist fyrir hundrað árum . En þrátt fyrir erfiðleikana og vonleysið sem virðist alltumlykjandi í sögunum verður lesandinn ávallt var við vonarglætu, ljós sem lýsir fólkinu leiðina út úr eymdinni . Drif­ kraftur allra er viljinn til að lifa . Og sá vilji verður að lokum sterkari en allt, sterkari en óttinn við stjórnvöld, sterkari en óttinn við hið óþekkta í suðri, sterkari en óttinn sjálfur . Eftir að bókinni er lokað er erfitt að gleyma fólkinu í Norður­Kóreu . Enda megum við ekki gleyma þeim . Ljósunum öllum í norðri . Vel heppnuð handbók um íslensku Handbók um íslensku . Ritstjóri: Jóhannes B . Sigtryggsson, Forlagið og Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík 2011, 401 bls . Eftir Björn Bjarnason Allir sem vinna við ritstörf reka sig fyrr eða síðar á eitthvað sem þeim er óljóst við frágang eða ritun texta . Nú hefur Stofnun Árna Magnússonar í ís­ lensk um fræðum sent frá sér Handbók um íslensku undir ritstjórn Jóhannesar B . Sig­ tryggssonar . Þar geta textasmiðir fengið svör við spurningum sem vakna við störf þeirra og lúta að handbragðinu . Þegar ég starfaði við blaðamennsku á Morgunblaðinu á níunda áratugnum hitt­ umst við blaðamenn á erlendri fréttadeild blaðsins reglulega á svonefndum gæða­ fundum . Þar ræddum við efnistök í blaðinu . Þá hefði oft verið gott að hafa handbók við hönd ina með reglum sem auðvelduðu mönn­ um að komast að niðurstöðu um hvernig taka ætti á álitamálum . Morgunblaðið bjó ekki, svo ég vissi, að neinum slíkum reglum um málnotkun .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.