Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 5
Ritstjóraspjall
Haust 2010
_____________
Þjóðmál HAUST 2010 3
Einkennilegt er að fylgjast með síendur-teknum tilraunum álitsgjafa og vinstri
sinna til að telja almenningi trú um að
hér á landi hafi verið gerð einhvers konar
frjálshyggjubylting undir forystu Davíðs
Oddssonar sem leitt hafi til hruns bankanna .
Einkavæðing bankanna er þá jafnan talin
til marks um frjálshyggju á vitfirr ingslegu
stigi . En í hvaða vestrænu landi eru bankar
almennt í ríkiseigu? Hér á landi var verið
að reyna að gera frelsi í viðskiptum og
atvinnulífi sambærilegt við það sem þekkst
hefur áratugum saman í öðr um vestrænum
ríkjum . Það var nú öll frjáls hyggjan . Hvergi
í ver öld inni nema í hugar heimi vinstri sinna
á Íslandi er það talið til vitnis um öfga frjáls -
hyggju að bank ar séu í einkaeigu .
Stundum er talað um „nýfrjálshyggju“ í
þessu sambandi . En eins og Atli Harðarson
bendir á í merkilegri grein í þessu hefti Þjóð
mála (bls . 85–93) veit enginn í raun inni við
hvað er átt með því orði . Það hefur jafnvel
verið notað um stefnu hinna svo kölluðu
„neo-conservatives“ í Banda ríkj unum,
neókonn anna, en þeir eru vinstri sinnar
af gyðingaættum sem snerust til hægri og
eiga fátt skylt við frjálshyggju (og reyndar
ekki íhald heldur) . Í grein sinni fjallar Atli
um ný út komna bók háskólamanna sem
hefur undir tit il inn „Uppgjör við nýfrjáls-
hyggj una“ . Sam kvæmt þeirri bók virðast
nánast allir sem verið hafa við stjórn völ-
inn í vestrænum ríkjum undanfarin 10–15
ár vera „ný frjáls hyggju“-menn, þótt flestir
þeirra telji sig reyndar vera jafnaðarmenn!
Ruglið er sem sagt engu minna í há skóla-
umræðunni en í gjamminu á netinu eða hjá
körlunum í heitu pottun um .
A lmennt er nú talið að svokallaðir af-leiðu samningar, flóknir gerningar um
fram tíðar verð í viðskiptum, hafi – ásamt
gnótt lánsfjár á lágum vöxtum – valdið
banka hruninu . Sérfróðir menn telja að ef
reistar séu skorður við spá kaupmennsku
með afleiðusamninga megi koma í veg fyrir
að fjármálafyrirtæki lendi á ný í sambæri-
leg um hremmingum og haustið 2008 .
Hvað Ísland varðar er fráleitt að álykta að
einkavæðingarferli bankanna hafi orsakað
fall þeirra . Eins og margoft hefur verið bent
á hér í blaðinu voru það jafnt nýir bankar
sem gamlir og jafnt gamalgrónir banka-
menn sem nýgræðingar í bankarekstri sem
lentu í hruninu .
Margvíslegar ástæður réðu þróuninni á
Íslandi þótt vafalaust hafi oflæti, áhættu fíkn
og glæpsamlegt athæfi skuldakóng anna og
bankamannanna verið afdrifaríkast . Eitt
grund v allaratriði, sem ekki hefur verið
gaum ur gefinn í umræðunni, mætti nefna .
Það er kolrangur skiln ingur þjóðar innar
á sjálfri sér . Undan farna áratugi virðumst
við ekki hafa gert okkur grein fyrir að við
erum einungis 300 .000 manns . Í mörg ár