Þjóðmál - 01.09.2010, Side 8

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 8
6 Þjóðmál HAUST 2010 fara tillögur ráðuneyta og ríkis stofnana um niðurskurð . Þessi nefnd gerði síðan tillögur til ráðherranefndar sem lagði endan legar tillögur fyrir for sætis ráð herrann . Að meðal- tali þurftu ráðu neyti og stofnanir ríkis ins að skera niður um 20% . Heilbrigðis- og mennta kerfin voru ekki undanskilin . Á skömm um tíma fækkaði störfum í ríkis geir anum um 40 þúsund . Fækkun kenn ara leiddi m .a . til þess að meðalfjöldi nemenda í bekkjum hækkaði úr 25 í 35 . Dregið var stórlega úr niðurgreiðslum til bænda og ýmissa atvinnugreina og marg - vís legum styrkveitingum hreinlega hætt . Ekkert var „heilagt“ . Deildum á sjúkra hús- um var jafnvel lokað . Það fundu því allir fyrir niðurskurðinum nema helst aldraðir, öryrkjar og langveikir . Innan fimm ára var orðinn afgangur á fjárlögum . Efnahagslífið tók mikinn kipp . Kreppan var afstaðin og blússandi hagvöxtur tók við . Vitaskuld voru ekki allir sáttir . En þegar harðnar á dalnum verður að skera niður . Það á jafnt við opinbera geirann eins og atvinnulífið og heimilin . Kanadamenn þakka árangurinn því hversu skörulega var gengið til verks . Lítill árangur af aðgerð- um fyrri ríkisstjórna sýndi að það dugði ekkert hálfkák . Ríkis stjórn Camerons í Bretlandi hefur haft hlið sjón af árangri Kanadamanna við óhjá kvæmi legan niður- skurð á útgjöldum breska ríkisins . Það ættum við líka að gera . Í stjórnarandstöðu hæddust vinstrimenn oft að Sjálfstæðisflokknum og gagn rýndu hann fyrir að velja menn í ráðherraembætti og stöður án tillits til menntunar . Það þótti t .d . mjög fyndið að fjármálaráðherra skyldi vera dýralæknir að mennt . Mennta snobb hefur löngum verið einkenni á vinstri vængnum . Eftir að vinstri flokkarnir mynduðu ríkis stjórn hafa þeir sýnt hve mikið var að marka gagnrýni þeirra . Þeir skipuðu fyrst norskan stjórnmálamann seðlabankastjóra í trássi við sjálfa stjórnarskrána, flæmdu burt hagfræðing úr ráðuneytisstjórastarfi í forsætis ráðuneytinu (sem stundum er nefnt „efnahag sráðuneyti“), gerðu jarðfræðing að fjármálaráðherra og völdu fyrrverandi flug- freyju með verslunarskólapróf í embætti for sætis ráðherra . Forsætisráðherrann mun reyndar vera sá eini í Íslandssögunni sem þarf á túlki að halda þegar hann ræðir við útlendinga á ensku . Þó kemur öllum saman um að sjaldan eða aldrei hafi íslenska þjóðin þurft meira á því að halda en einmitt nú að hafa góð tengsl við alþjóða samfélagið . Í Icesave-málinu setti jarð fræð ingurinn í fjár málaráðuneytinu gamlan flokksbróður sinn, Svavar Gestsson stúdent, yfir samn- inganefnd Íslands . Þótt Svavar hafi sér til ágætis nokkuð hefur enga reynslu eða þekk ingu á sviði alþjóða samninga . Hann sér hæfði sig á sínum tíma í landráða- og land sölubrigslum og fjand skap við þátt töku

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.