Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 12

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 12
10 Þjóðmál HAUST 2010 prófess orar við Háskóla Íslands tala um, að með stærri einingum aukist færni til að sinna sérgreindum verkefum, eru það frasar, sem byggjast ekki á neinni þekkingu á því, hvernig unnið er að verkefnum á vettvangi stjórnar ráðsins . Með því að lengja boðleiðir til ráðherra og fækka hæst launuðu og reynslu mestu embættismönnunum eru ráðu neyti ekki styrkt . Nýlega hitti ég ungan mann, sem hafði stundað nám í Bandaríkjunum og náð þar svo góðum árangri, að honum stóðu allar dyr opnar á sínu sviði . Hugur hans beindist þó til að starfa hér á landi og sneri hann því heim með þau áform í huga, að hann fengi hér vinnu við sitt hæfi . Atvinnuleitin bar ekki þann árangur, sem hann hafði vonað . Í samtali okkar sagði hann, að ef til vill myndi hann bara snúa aftur til Bandaríkjanna . Þó ekki vegna þess að hann gæti ekki fengið eitthvað að gera hér, heldur hins, hve illa hann sætti sig við þá þögulu skoðanakúg un, sem hér ríkti, þar sem ekkert umburðar- lyndi væri gagnvart öðru en einhverju, sem menn teldu viðtekin viðhorf til manna og málefna . Hér var þörf fyrir markvisst andóf gegn dýrkuninni á „nýju athafnaskáldunum“, eins og Ólafur Ragnar kallaði vini sína í fjár málaheiminum á sínum tíma . Þeir, sem tóku undir með Ólafi Ragnari, gerðu lítið úr Baugsmálinu og töldu það sóun á tíma og fjármunum . Þeir börðust gegn öllu opinberu eftirliti með þeim, sem sóttu fram með ódýrt lánsfé að vopni . Nú kenna þessir vinir Baugs öllum öðrum um bankahrunið . Verði þetta viðtekin skoðun er það mesta blekkingin um ástæður hrunsins . Nú er þörf fyrir markvisst andóf gegn nýrri stétt fjármálafursta, sem starfa í skjóli ríkisvaldsins, slitastjórna og skilanefnda . Með athafna- og aðgerðaleysi sínu vinnur ríkis- stjór nin með þessum nýju valda mönnum í fjár mála heiminum . Ekkert er gert til að leysa úr læðingi athafnaþrá þeirra, sem reka eða vilja reka lítil og meðalstór fyrirtæki . Í stað þess að landið rísi dregst efnahagurinn hratt saman . Hafi ríkisstjórnin lengt eigið líf 2 . sept- ember, 2010, er það ekki í þágu þjóðar hags- muna . Hún hefur enga burði til að takast á við þau verkefni, sem þjóðinni eru helst til heilla . Undrun vekur, hve lítið fer fyrir stjórn- ar andstöðunni við þessar aðstæður . Skyldi hin þögula skoðanakúgun hafa lagst á hana? III . Borgarstjórnarskosningarnar í Reykja-vík 29 . maí leiddu til þess, að til varð meiri hluti borgarfulltrúa Besta flokks ins og Samfylkingar með Jón Gnarr sem borgar- stjóra . Var litið á mikið fylgi Reyk víkinga við Jón Gnarr og Besta flokk hans sem van- traust á hina hefðbundnu stjórn málafl okka . Trú margra var sú, að ekki gæti vont versnað eftir síðasta kjörtímabil borg ar stjórnar, þar sem meira að segja Ólaf ur F . Magn ús son var dubbaður upp í að verða borgarstjóri . Fyrstu þrír mánuðir meirihluta borg ar- stjórnar undir forystu þeirra Jóns Gnarrs og Dags B . Eggertssonar lofa ekki góðu um framhaldið . Dagur B . leit þannig á, að með samstarfi sínu við Jón Gnarr tryggði hann sér áfram áhrif innan Samfylkingarinnar, þrátt fyrir lélega niðurstöðu í kosningunum . Dagur B . er með augað á formannsstólnum í Sam- fylkingunni, þegar Jóhanna kveður hann, sem verður fyrr en seinna . Ekkert hefur kveð ið að Degi B . við stjórn borgarmála, frá því að hinn nýi meirihluti var myndaður . Jón Gnarr skortir alla röggsemi, einkenni góðra borgarstjóra . Framlag hans til um- ræðna um málefni borgarinnar og hags- muni borgarbúa er honum ekki til neins sóma . Hafi hann með framboði sínu ætlað að sýna, að stjórnmálamenn væru ekki starfi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.