Þjóðmál - 01.09.2010, Side 20

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 20
18 Þjóðmál HAUST 2010 fyrst á gildi lýðréttinda . Að við berum virðingu fyrir einstaklingnum og skoð- unum hans jafnvel þó við séum ósammála . Franski heimspekingurinn Voltaire orðaði það á þá leið að hann væri algerlega ósam- mála viðkomandi skoðun en hann væri reiðubúinn að fórna lífi sínu til að sá sem setti hana fram gæti gert það . Þessi sjónarmið Voltaire hafa verið og eru herhvöt frjálsra manna til að koma í veg fyrir að öfgarnar kæfi tjáningarfrelsið . Sú hugmyndafræði sem skóp umgjörð þess frelsis og mannréttinda sem við búum við gefur líka prestum þjóðkirkjunnar frelsi til að hafa eigin skoðanir . Prestar hafa iðulega talið sér rétt bæði nú sem fyrr að gæta ákveðinna réttinda einstaklinga, eink um þegar að þeim er sótt í skjóli hugmynda stjórnmálalegs rétttrúnaðar . Þannig þurftu ýmsir prestar mótmælenda bæði í Danmörku og Þýskalandi á tímum nasism ans að gjalda fyrir það með lífi sínu að hafa skoðanir í samræmi við hugmyndir lýð frels is ins í andstöðu við na sistaríkið . Menn dást í dag að hugrekki þessara presta og frægastur hér á landi hefur sennilega orðið danski prest urinn Kaj Munk sem þurfti að láta lífið vegna skoðana sinna og andstöðu við al ræði sríki nasista . Gildir tjáningarfrelsið ekki lengur? Fyrir nokkru setti sr . Geir Waage fram ákveðin sjónarmið varðandi trún að ar- skyldu presta . Hans viðhorf er það að trún- aðarskylda presta við skjólstæðinga sína sé algjör . Sú trúnaðarskylda og inntak hennar hefur lengi verið til umhugsunar og um- ræðu . Margir sem gegna trúnaðarstörf um eins og prestar, læknar og lögmenn standa á stundum frammi fyrir spurningunni um inntak trúnaðarskyldunnar . Þar stendur fólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort það sjálft skuli og þurfi að taka á sig harð ræði og refs ingu til að rjúfa ekki þá trúnaðar skyldu sem viðkomandi einstaklingur telur sig bund inn . Sr . Geir Waage setti sín sjónar mið fram í góðum greinum í Morgun blað inu . Þau sjónarmið voru gott og nauðsynlegt inn legg í umræðuna um trúnaðarskylduna og inn tak hennar . Skrif sr . Geirs urðu til þess að ýmsir veltu þeim sjónarmiðum fyrir sér bæði af siðferðilegum, trúarlegum og lögfræðilegum ástæðum . Heimir Örn Her- berts son hæstaréttarlögmaður skrifaði m .a . góða grein í Morgunblaðið þ . 24 . ágúst s .l . þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að meginreglan sé að prestur sé bundinn þagn- arskyldu um einkahagi manns sem trúir presti sínum fyrir þeim . Sumir muna enn eftir kvikmyndinni I confess eða Ég játa þar sem presturinn Michael Logan fékk til sín sóknarbarn í skrift a stól sem sagði honum að hann hefði gerst sekur um morð á ákveðnum manni . Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.