Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 22
20 Þjóðmál HAUST 2010
Er það ekki einmitt það sem er inntak
kröfu sr . Bjarna? Sr . Bjarni Karlsson telur
sig hafa höndlað einkarétt á sannleikanum
og þeir sem hafa ekki sama skilning og
hann verða að víkja . Þeirra skoðanir eru
óhelgar og skulu rifnar upp með rótum og
þeim á eld kastað .
Sr . Bjarni vísar máli sínu síðan á biskup
og Kirkjuráð sem hann snuprar fyrir
linkind af þessu tilefni .
Í framhaldi af þessum skrifum sr . Bjarna
mátti sr . Geir Waage og raunar sá sem þetta
ritar eftir að hann vakti athygli á þessum
öfgafullu skoðunum sr . Bjarna, þola það
að vera brugðið um að vera barnaníðingar
eða jafngildi þeirra, jafn ógeðfellt og það
nú er . Í nokkra daga geisaði sú umræða í
framhaldi af þessari öfgaframsetningu sr .
Bjarna . Þeir hlutir gerðust hins vegar í
þjóðfélaginu næstu daga sem sýndu fram
á það að sr . Geir Waage hafði á árum áður,
þegar á reyndi, staðið sig sem samviska
kirkjunnar . Hann var í fararbroddi þeirra
presta sem vildu að mál yrðu ekki þögguð
niður innan kirkjunnar .
Hversu langt mega
prestar ganga?
Óneitanlega er það umhugsunarefni þegar prestur þjóðkirkjunnar krefst
þess að starfsbróður hans verði vikið úr starfi
vegna skoðana sinna . Þó eru þær skoðanir
innan þess sviðs sem varðar kirkjulega
umræðu og skyldur presta . Sr . Bjarni hefur
hins vegar leyft sér að taka til máls og lýsa
skoð unum sínum til ýmissa annarra mála,
m .a . almennra þjóðfélagsmála, með þeim
hætti sem eru honum ekki sæmandi .
Sr . Bjarni Karlsson stóð að því að gera
hróp að dómstólum landsins þegar réttað
var yfir fólki sem sakað er um að hafa gert
árás á Alþingi . Sr . Bjarni reyndi með þeim
hætti að meina dómsvaldinu að inna þá
þjóðfélagsskyldu af hendi sem dómstólum
er ætlað að sinna . Vissulega má sr . Bjarni
hafa sínar skoðanir á dómstólum og
ríkisvaldi, en eðlilegt væri að inna hann
eftir því hvort hann sé þeirrar skoðunar
að dómstólum á Íslandi sé ekki treystandi
til að fjalla um mál og kveða upp dóma
með eðlilegum og málefnalegum hætti .
Framkoma sr . Bjarna og hróp hans að
dómstólum landsins benda til þess að hann
telji að réttlætið eigi betur heima í annarra
höndum en þeirra sem lögskipaðir eru til
að fara með það .
Þá vakti það nokkra furðu þegar Bjarni
Karls son lýsti yfir þeirri sérstæðu girnd
sinni að vilja berja formann Lög manna-
félags Íslands, Brynjar Níelsson hæsta-
réttar lögmann, vegna skoðana hans . Vert
er að vekja athygli á því að með því veittist
sr . Bjarni í annað skiptið að skoðanafrelsi
einstaklings, í þetta skipti lögmanns sem
setti fram almennar skoðanir í þjóð félags-
umræð unni .
Sr . Bjarni Karlsson hefur þannig tvívegis
lýst þeirri skoðun sinni opinberlega að
hann sé á móti því að tjáningarfrelsið sé
algilt sem mannréttindi . Hann gerir þá
kröfu að hann geti sest í dómarasætið
yfir mönnum, jafnt kollegum sínum sem
öðrum, og dæmt um hvaða skoðanir eru
viðurkvæmilegar eða óviðurkvæmilegar .
Hvaða skoðanir skuli valda embættismissi
eða hýðingu . Óneitanlega hvarflar sú
hugsun að manni að brýna nauðsyn beri
til fyrir sr . Bjarna Karlsson, og aðra sem
telja sig handhafa sannleikans, að fara í
sjálfsskoðun um gildi og inntak lýðræðis
og helstu mannréttinda .