Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 28
26 Þjóðmál HAUST 2010
Við umbrot síðustu greinar minnar hér í blaðinu, „Á að refsa þeim“, urðu þau
leiðu mistök, að í lokin var óvart skeytt við
kafla úr grein eftir annan mann . Gallinn er,
að ómögulegt er að sjá samskeytin, sem eru í
miðri línu . Síðustu orðin í minni grein eru:
„Þeir ættu að minnsta kosti að þegja .“ Allt
það sem á eftir kemur er mér óviðkomandi
þótt það sé vafalaust ágætt, en það truflar
mjög mikið slagkraft greinar minnar eins og
hún birtist í blaðinu, þannig að hún missir
að verulegu leyti marks, ekki síst vegna þess
að sá sem þarna skrifar fjallar um sömu eða
skyld málefni, en er greinilega á þveröfugri
skoðun við mig . Hann virðist aðhyllast þá
afar algengu og útbreiddu, ef ekki beinlínis
viðteknu skoðun, að mun vinstri og hægri
í stjórnmálum megi skýra með tilvísun til
stjórn lyndis og hugmyndafræði . Ég tel svo
ekki vera . Stjórnlyndið er vissulega áber-
andi meðal vinstra fólks og mótar kenning-
ar og framkvæmd stefnu marxista/sósíal-
ista, en vinstri menn hafa engan einkarétt á
stjórn lyndi . Margir þeirra, sem yfirleitt eru
taldir til svonefndra „hægri manna“ eru afar
stjórn lyndir .
Ég hef, ólíkt mörgum öðrum, lengi álit-
ið, að skýringa á ýmislegu brölti og uppá-
tækjum vinstri manna sé ekki að leita í
innihaldi einhverrar hugmyndafræði, heldur
miklu lengra, djúpt í sjálfu sálarlífinu og ég
sé ekki betur en þeir eigi andlega forfeður
langt, langt, aftur í aldir . Hugmyndafræði
skiptir vissulega máli sem réttlæting orða
þeirra og gerða, en sjálft innihald hennar er
algert aukaatriði .
Þetta verður sífellt ljósara nú eftir lok
kalda stríðsins . Sannfærðir marxistar eru nú
fáir eftir og fækkar stöðugt . Þær kenn ing ar
sem Stalín og Maó, Kim Il Sung, Castró og
Pol Pot notuðu til að réttlæta gerðir sínar
eru hvarvetna á miklu undanhaldi . Marx-
lenínistar eru í hugum margra ekki lengur
hættulegir undirróðursmenn, heldur frem-
ur meinlausir sérvitringar, ef ekki beinlínis
ruglu dallar sem fáir taka mark á, ekki einu
sinni margir vinstri menn samtímans .
Vinstrimennskan lifir þó enn góðu lífi, að
Vilhjálmur Eyþórsson
Sagt skilið við skynsemina
Um hlutskipti vinstri manna