Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 31
Þjóðmál HAUST 2010 29
hugsun þeirra í kjarna sínum um hatur á
á eigin umhverfi og þjóðfélagi . Þeir kenna
því Vesturlöndum og Vesturlandabúum,
ekki síst Bandaríkjamönnum, um allar
vammir og skammir veraldarinnar . Upp á
síðkastið eru þeir meira að segja farnir að
gera vonsku Vesturlandabúa ábyrga fyrir
sveiflum í náttúrunni, sbr . öll steypan
um „gróðurhúsaáhrifin“, sem ég fjallaði
raunar nýlega um hér í blaðinu . Í því máli,
eins og svo mörgum öðrum, hafa þeir
fengið allmarga kjána til liðs við sig, en
vinstra fólk, fólkið, sem undir formerkjum
manngæskunnar gekk, ýmist leynt eða alveg
ljóst, erinda alræðiskúgaranna, böðlanna
og þjóðarmorðingjanna í kalda stríðinu
stendur hvarvetna fremst í flokki í þeirri
„baráttu“ eins og öðrum „baráttumálum“
sem í tísku eru á hverjum tíma .
Nú veit ég vel, að menn munu segja
að það sem hvetji vinstra fólk til dáða sé
draumurinn um betri heim, en ég er ekki
alls kostar sammála því . Hugmyndafræðin
er einungis notuð til réttlætingar hatrinu,
sem inni fyrir býr . Hatrið er sterkara en
ástin og ég fæ ekki betur séð en að það sé
óánægjan með eigið líf og umhverfi, sem
þeir kenna þjóðfélaginu um, hatrið og
vandlætingin, ekki framtíðarsýnin um betri
heim sem sé aðalhvatinn að brölti þeirra .
Draumsýnin, útópían er aðeins fyrirsláttur,
en þó ómeðvitaður . Þeir eru einfaldlega það,
sem einu sinni var kallað „niðurrifsöflin“ .
Sumir vinstri menn sýnast nánast
Don Quixote leggur til atlögu við vindmyllu .