Þjóðmál - 01.09.2010, Side 36

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 36
34 Þjóðmál HAUST 2010 Undanfarna tvo áratugi hafa miklar og örar breytingar átt sér stað í Evrópu sem við Íslendingar höfum ekki farið var- hluta af . Þær breytingar hafa ekki síst tengst svonefndum Evrópusamruna sem einkum hefur kristallast í því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið . Við Íslend ingar höfum kosið að standa utan sambands- ins sem kunnugt er en engu að síður átt í samstarfi við það á ákveðnum sviðum . Þar ber aðildina að Evrópska efna hags svæð inu (EES) vitanlega hæst . Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei stutt inn göngu Íslands í Evrópusambandið eða for vera þess . Slíkt skref hefur þó heldur aldrei verið með öllu útilokað . Fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokksins haustið 1989 kom út skýrsla svokallaðrar aldamóta nefnd- ar flokksins þar sem fjallað var um íslenzk þjóðfélagsmál í víðu samhengi út frá sjón- armiði sjálfstæðismanna og þ .m .t . Evrópu- mál . Formaður nefndarinnar var Dav íð Oddsson, þáverandi borgar stjóri Reykja vík- ur og varaformaður Sjálf stæðis flokks ins . Aldamótaskýrslan Skýrsla aldamótanefndarinnar hefur síðan hún kom út annað slagið orðið tilefni nokkurrar umræðu og þá einkum að frumkvæði þeirra sem hafa viljað sjá Ísland innan Evrópusambandsins . Hefur þá verið vitnað í þann hluta skýrslunnar þar sem segir að hugsanlega væri „skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki .“1 Hugsanleg innganga í Evrópubandalagið var þó aðeins nefnd sem einn möguleiki sem eðlilegt væri að gefa gaum á þeim tíma- punkti . Einnig sagði að ekkert lægi á að taka ákvörðun í þeim efnum og að „nota mætti næstu ár til þess að meta hvort óska ætti eftir inngöngu í bandalagið, halla sér í átt að Norður-Ameríku í krafti frí versl unar- samnings eða reyna að ná hagstæð um samn- ingum við báða aðila .“2 Þá var enn fremur lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr miðstýringu hér á landi og auka frelsi . Sá varnagli var einnig sleginn í aldamóta- skýrslunni við hugsanlega inngöngu í Evrópubandalagið að óljóst væri hvernig 1 „Ósk um inngöngu hugsanlega skynsamlegur kostur“ . Morgunblaðið 6 . október 1989 . 2 „Hugsanlegt að óska eftir viðræðum um aðild“ . Morgun­ blaðið 23 . júlí 1994 . Hjörtur J . Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn og Evrópusamruninn

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.