Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 36

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 36
34 Þjóðmál HAUST 2010 Undanfarna tvo áratugi hafa miklar og örar breytingar átt sér stað í Evrópu sem við Íslendingar höfum ekki farið var- hluta af . Þær breytingar hafa ekki síst tengst svonefndum Evrópusamruna sem einkum hefur kristallast í því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið . Við Íslend ingar höfum kosið að standa utan sambands- ins sem kunnugt er en engu að síður átt í samstarfi við það á ákveðnum sviðum . Þar ber aðildina að Evrópska efna hags svæð inu (EES) vitanlega hæst . Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei stutt inn göngu Íslands í Evrópusambandið eða for vera þess . Slíkt skref hefur þó heldur aldrei verið með öllu útilokað . Fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokksins haustið 1989 kom út skýrsla svokallaðrar aldamóta nefnd- ar flokksins þar sem fjallað var um íslenzk þjóðfélagsmál í víðu samhengi út frá sjón- armiði sjálfstæðismanna og þ .m .t . Evrópu- mál . Formaður nefndarinnar var Dav íð Oddsson, þáverandi borgar stjóri Reykja vík- ur og varaformaður Sjálf stæðis flokks ins . Aldamótaskýrslan Skýrsla aldamótanefndarinnar hefur síðan hún kom út annað slagið orðið tilefni nokkurrar umræðu og þá einkum að frumkvæði þeirra sem hafa viljað sjá Ísland innan Evrópusambandsins . Hefur þá verið vitnað í þann hluta skýrslunnar þar sem segir að hugsanlega væri „skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki .“1 Hugsanleg innganga í Evrópubandalagið var þó aðeins nefnd sem einn möguleiki sem eðlilegt væri að gefa gaum á þeim tíma- punkti . Einnig sagði að ekkert lægi á að taka ákvörðun í þeim efnum og að „nota mætti næstu ár til þess að meta hvort óska ætti eftir inngöngu í bandalagið, halla sér í átt að Norður-Ameríku í krafti frí versl unar- samnings eða reyna að ná hagstæð um samn- ingum við báða aðila .“2 Þá var enn fremur lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr miðstýringu hér á landi og auka frelsi . Sá varnagli var einnig sleginn í aldamóta- skýrslunni við hugsanlega inngöngu í Evrópubandalagið að óljóst væri hvernig 1 „Ósk um inngöngu hugsanlega skynsamlegur kostur“ . Morgunblaðið 6 . október 1989 . 2 „Hugsanlegt að óska eftir viðræðum um aðild“ . Morgun­ blaðið 23 . júlí 1994 . Hjörtur J . Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn og Evrópusamruninn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.