Þjóðmál - 01.09.2010, Page 41
Þjóðmál HAUST 2010 39
flokk urinn teldi það meginmarkmið ís-
lenskr ar utanríkistefnu að standa vörð
um sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóð-
arinnar .18
Orðalag ályktunarinnar var með vilja
ekki eins afgerandi og áður til þess að
reyna að friða stuðningsmenn inngöngu
í Evrópusambandið sem höfðu varað
við klofningi Sjálfstæðisflokksins yrði
stefnunni ekki breytt . Óvíst er þó hvort
það hafi skilað tilætluðum árangri en ýmsir
sjálfstæðismenn kusu að styðja herferð í
aðdraganda kosninganna sem miðaði að
því að sótt yrði um inngöngu í sambandið
og þannig óbeint hvatt til þess að fólk
greiddi Samfylkingunni atkvæði sitt . Á
sama tíma er vitað að margir hægrimenn
kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð
vegna þess að þeir hafa talið þann flokk
líklegri til þess að standa gegn inngöngu . Þó
bankahrunið hafi vafalítið skipt langmestu
máli í þeim efnum má engu að síður gera ráð
fyrir að einkum það síðarnefnda hafi haft sín
áhrif á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði verulegu fylgi í kosningunum og
hlaut verstu kosningu á lýðveldistímanum .
Umsókn um inngöngu í ESB
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfi ngarinnar – græns fram-
boðs hélt áfram að loknum alþingis kosn-
ing un um 2009 og að þessu sinni með
meiri hluta á Alþingi . Samfylkingin setti það
skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi að sótt
yrði um inngöngu í Evrópusambandið og
lét forysta vinstri-grænna loks undan því .
Ljóst er að sú ákvörðun var mjög umdeild
í röðum vinstri-grænna en var réttlætt sem
fórnar kostnaður til þess að tryggja „fyrstu
hreinu vinstristjórnina“ í sessi . Fyrir kosn-
ingarnar hafði Össur Skarphéðinsson, þing-
18 Vef. „Ályktun um utanríkismál“ . <http://www .
xd .is/?action=landsfundur_2009_nanar&id=917> .
maður og fyrrum formaður Samfylk ingari-
nnar, lýst þeirri skoðun sinni að meiri líkur
væru á að koma umsókn um inngöngu í
sambandið í gegn í samstarfi við vinstri-
græna en Sjálfstæðisflokkinn og hefur það
vafalaust verið rétt mat .
Deilt var um málið á Alþingi og í þjóð-
félaginu á sumarþingi og loks kosið um það
16 . júlí og umsóknin samþykkt . Ljóst er að
það sem gerði útslagið var að átta þingmenn
vinstri-grænna af 14 studdu umsóknina
og tryggðu þannig að hún næði fram að
ganga . Á stuðnings þeirra hefði það ekki
gerzt . Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
greiddu atkvæði gegn umsókninni utan
tveir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem
studdi hana og varaformaðurinn Þorgerður
Katrín Gunn ars dóttir sem kaus að sitja hjá .
Þorgerður hafði árin á undan hallast æ meir
að Evrópu sambandinu í málflutningi sínum
og ítrekað kallað eftir því að sótt yrði um
inn göngu í sambandið og stefnt að upptöku
evrunnar . Hins vegar þótti mörgum ótækt
að vara formaður Sjálfstæðisflokksins treysti
sér ekki til að framfylgja stefnu flokksins í
jafnveiga miklu máli og þessu .
Strax eftir kosningarnar vorið 2009 fór
fylgi Sjálfstæðisflokksins að aukast sam-
kvæmt skoðanakönnunum . Vafalaust hef-
ur það ekki sízt verið vegna óánægju með
ríkisstjórn vinstriflokkanna og að óánægju-
fylgi skilaði sér til baka, ekki sízt vegna
Evrópumálanna eftir að ljóst varð að vinstri-
grænir gáfu eftir í þeim málaflokki . Umræð-
an um Evrópumálin féll annars talsvert í
skuggann veturinn fram á árið 2010 m .a .
af deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld
um Icesave-innlánsreikninga Landsbanka
Íslands . Um veturinn hélt andstaða við inn-
göngu í Evrópusambandið áfram að aukast
í skoða nakönnunum og varð staðan innan
fárra mánaða sú að aðeins um fjórðungur
kjós enda var hlynntur inngöngu .
Sumarið 2010 var lögð fram þings álykt-