Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 41

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 41
 Þjóðmál HAUST 2010 39 flokk urinn teldi það meginmarkmið ís- lenskr ar utanríkistefnu að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóð- arinnar .18 Orðalag ályktunarinnar var með vilja ekki eins afgerandi og áður til þess að reyna að friða stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið sem höfðu varað við klofningi Sjálfstæðisflokksins yrði stefnunni ekki breytt . Óvíst er þó hvort það hafi skilað tilætluðum árangri en ýmsir sjálfstæðismenn kusu að styðja herferð í aðdraganda kosninganna sem miðaði að því að sótt yrði um inngöngu í sambandið og þannig óbeint hvatt til þess að fólk greiddi Samfylkingunni atkvæði sitt . Á sama tíma er vitað að margir hægrimenn kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð vegna þess að þeir hafa talið þann flokk líklegri til þess að standa gegn inngöngu . Þó bankahrunið hafi vafalítið skipt langmestu máli í þeim efnum má engu að síður gera ráð fyrir að einkum það síðarnefnda hafi haft sín áhrif á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði verulegu fylgi í kosningunum og hlaut verstu kosningu á lýðveldistímanum . Umsókn um inngöngu í ESB Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfi ngarinnar – græns fram- boðs hélt áfram að loknum alþingis kosn- ing un um 2009 og að þessu sinni með meiri hluta á Alþingi . Samfylkingin setti það skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið og lét forysta vinstri-grænna loks undan því . Ljóst er að sú ákvörðun var mjög umdeild í röðum vinstri-grænna en var réttlætt sem fórnar kostnaður til þess að tryggja „fyrstu hreinu vinstristjórnina“ í sessi . Fyrir kosn- ingarnar hafði Össur Skarphéðinsson, þing- 18 Vef. „Ályktun um utanríkismál“ . <http://www . xd .is/?action=landsfundur_2009_nanar&id=917> . maður og fyrrum formaður Samfylk ingari- nnar, lýst þeirri skoðun sinni að meiri líkur væru á að koma umsókn um inngöngu í sambandið í gegn í samstarfi við vinstri- græna en Sjálfstæðisflokkinn og hefur það vafalaust verið rétt mat . Deilt var um málið á Alþingi og í þjóð- félaginu á sumarþingi og loks kosið um það 16 . júlí og umsóknin samþykkt . Ljóst er að það sem gerði útslagið var að átta þingmenn vinstri-grænna af 14 studdu umsóknina og tryggðu þannig að hún næði fram að ganga . Á stuðnings þeirra hefði það ekki gerzt . Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn umsókninni utan tveir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem studdi hana og varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunn ars dóttir sem kaus að sitja hjá . Þorgerður hafði árin á undan hallast æ meir að Evrópu sambandinu í málflutningi sínum og ítrekað kallað eftir því að sótt yrði um inn göngu í sambandið og stefnt að upptöku evrunnar . Hins vegar þótti mörgum ótækt að vara formaður Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að framfylgja stefnu flokksins í jafnveiga miklu máli og þessu . Strax eftir kosningarnar vorið 2009 fór fylgi Sjálfstæðisflokksins að aukast sam- kvæmt skoðanakönnunum . Vafalaust hef- ur það ekki sízt verið vegna óánægju með ríkisstjórn vinstriflokkanna og að óánægju- fylgi skilaði sér til baka, ekki sízt vegna Evrópumálanna eftir að ljóst varð að vinstri- grænir gáfu eftir í þeim málaflokki . Umræð- an um Evrópumálin féll annars talsvert í skuggann veturinn fram á árið 2010 m .a . af deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld um Icesave-innlánsreikninga Landsbanka Íslands . Um veturinn hélt andstaða við inn- göngu í Evrópusambandið áfram að aukast í skoða nakönnunum og varð staðan innan fárra mánaða sú að aðeins um fjórðungur kjós enda var hlynntur inngöngu . Sumarið 2010 var lögð fram þings álykt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.