Þjóðmál - 01.09.2010, Side 50

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 50
48 Þjóðmál HAUST 2010 umræðu sem fylgdi . Ástæðan e .t .v . sú að dreifð eignaraðild fór í pólitísku hítina við einkavæðingu bankanna . 5 . Í grein, nú frægri að endemum, Bláu hend­inni, sem birtist í Morgunblaðinu föstu- daginn 13 . sept 2002, talar Hallgrímur Helga son um „ofsóknir lögreglunnar“ og að lög regluvaldi hafi verið „misbeitt gegn framsæknum viðskiptamanni“ (leturbr . hér) . Og Jóhanna Sigurðardóttir hafði, að því er virðist, lítinn áhuga á Baugsmálinu sem slíku, rétt eins og ýmsir aðrir þingmenn og ráð herrar, og spurði helzt um útgjöldin við rann sókn málsins og þá auðvitað til að reka hornin í þá embættismenn sem voru að reyna að upplýsa braskið og lögbrotin . Reyna semsagt að standa vörð um réttarríkið . Nokkur ummæli Halldórs Ásgrímsson ar og Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksfor- manns Samfylkingar, sem síðar reyndist sjálf ur vera í einhverju fasteignabraski, hljóma nú heldur hjáróma, svo að minnis- stæð dæmi séu nefnd án tilvitnana . En það mætti fylla heila bók með upplýsandi til- vitn un um, án þess það sé neitt hnýsilegt lengur . Samsærið gegn Birni Bjarnasyni í þing- kosningunum 2006 hefur nú verið upplýst og kemur Baugsspeninn þar við sögu, en ýmsir þingmenn hafa nærzt á honum og reynt sífelldlega að reka hornin í ríkislögreglustjóraembættið og starfsmenn þess eins og kunnugt er . Þannig var eins og ég drap á fljótlega lögð fram fyrirspurn á Alþingi um kostnað við rannsókn á Baugs- málinu og auðvitað í þeim tilgangi einum að ýta undir neikvætt almenningsálit gegn rannsókninni . En síðan hafa menn reynt að gleyma þess- ari afstöðu og ganga nú með geislabaug um efnahagsrústir nær gjaldþrota ríkis á flótta undan aðdáun sinni á hinum „framsæknu“ kapítalistum sem voru í útrás gegn eigin þjóð . Og litlu munaði að það strandhögg tækist . Meðal þessara aðdáenda er ónefndur þing maður uppúr búsáhaldabyltingunni sem áður var ein helzta skrautfjöður Frétta­ blaðsins og sjálfskipaður sérfræðingur um lögreglumál! Hræsni DV að þessu leyti tekur þó öllu öðru fram án þess ég nenni að tíunda það frekar . En allt væri þetta álitlegt rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og aðra áhuga- menn um þjóðfélagsmál . Og þá ekki sízt hvernig reynt hefur verið að vega að embætti ríkislögreglustjóra . Þeir sem stóðu með Baugsveldinu á sínum tíma leynast víða þrátt fyrir „hina sviðnu jörð“ sem Egill Helgason nefnir nú . Margir þeirra stjórna ferðinni enn í dag og svífast einskis . En þeir hafa glatað almenningsálitinu, að vísu . Svo er alltaf verið að tönnlast á að allt eigi að vera uppi á borðinu og fólk axli ábyrgð, en það er marklaust hjal . Ef þessir samfylgdarmenn útrásarvíkinga hefðu þekkt sinn vitjunartíma í upphafi Baugsmálsins hefði það líklega getað ýtt undir og styrkt rannsóknina með framlögum til hennar eins og gert hefur verið eftir að sérstakur saksóknari tók við hrunsmálum . En þeir þekktu ekki þennan vitjunartíma og dönsuðu með almenningsáliti sem var kúgað af Baugspressunni þar til kirkjan sökk, enda oftar en ekki að stjórnmálamenn fengju styrki úr sjóðum útrásarvíkinga, eins og nú er vitað . Og mörgum var mútað, beint og óbeint . Já, ef menn hefðu þekkt sinn vitjunartíma hefði líklega aldrei orðið neitt hrun! Nú eru notuð orð eins og samsæri,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.