Þjóðmál - 01.09.2010, Page 52
50 Þjóðmál HAUST 2010
sinni til tals í samtölum ungra sjálf stæð is-
manna og Bjarna Benediktssonar varaði
hann þá við, sagði að fullveldið yrði að
vernda og vitnaði svo í Steingrím:
og aldrei, aldrei bindi þig bönd
nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd .
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2010 lauk
samkvæmt þessari áminningu, þótt ýmsir
ágætir sjálfstæðismenn séu óánægðir og vilji
láta reyna á niðurstöður samninga . Það er
að mörgu leyti skiljanleg afstaða útaf fyrir
sig, en tímasetningin er óheppileg vegna
hruns og niðurlægingar . Stafkarlar viljum
við ekki vera .
Það er auðvitað fjarri lagi að unnt sé að
líkja baráttunni við kommúnista í kalda
stríðinu við andstöðuna gegn ESB, svo
mikið sem við eigum Evrópu að þakka .
Þaðan komum við, þangað sóttum við
menningararfinn og þangað liggja sögulegir
þræðir okkar um aldaraðir . (Auk þess mun
EES-samningurinn jafngilda um 80% af
aðild að ESB, en 20% þó fjalla um erfiðustu
málin, landbúnað og sjávarútveg, sem ESB
hefur ekki náð tökum á .)
Eins og nú háttar erum við einhvers konar
beiningamenn við hið gullna hlið Evrópu-
sambandsins og höfum ekki aðgöngumið-
ann í hendi okkar, Icesave-samninga, eins
og Cameron gerði að umtalsefni í brezka
þinginu, og breytir engu um það hjáróma
rödd Össurar Skarphéðinssonar sem ein-
hvers konar andsvar við Bretanum .
Það verður semsagt ekki ókeypis inn-
gangur í það fyrirheitna land .
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins urðu
einn ig þau stórtíðindi að samþykkt var
tillaga þess efnis að þeir framámenn í flokkn-
um sem þágu styrki frá útrásarvíkingunum
segðu af sér og gildir þá ekki lengur sú
afstaða formannsins að honum komi málið
ekki við, styrkþegar hafi ekki sótt umboð
til hans heldur kjósenda, nú er það augljós
krafa flokksins að hann fylgi þessu eftir .
Með þessum hætti tóku flokksmenn
af skarið og mörkuðu þá stefnu sem þeir
leggja einna helzt áherzlu á við endurreisn
flokksins eftir hrun . Fyrir bragðið má ætla
að flokkurinn nái vopnum sínum og geti
fylgt sinni gömlu góðu sjálfstæðisstefnu
eins og efni standa til .
En þegar þessi þáttur hrunsins og að-
draganda þess er til umræðu er ekki hægt að
ganga framhjá afstöðu Samfylkingarinnar
uppúr aldamótum, en þá gældi hún svo við
útrásarauðvaldið að e .t .v . skipti sköpum .
Um þetta fjallar minn gamli kollega Styrmir
Gunnarsson í grein í Morgunblaðinu, „Yfir-
lýsing Össurar“, 27 . júní 2010, og bendir á
að Össur hafi í raun viðurkennt aðild Sam-
fylkingar að útrásinni með stuðningi við
Baug . Hann segir m .a .:
„Það gæti líka verið fróðlegt að vita,
hvenær þessum stuðningi við Baugsmenn
lauk – eða hvort honum er lokið?”
Og ennfremur:
„Með yfirlýsingu sinni hefur Össur Skarp-
héðinsson sett Samfylkinguna á sama bekk og
forseti Íslands hefur setið á frá hruni og hef ur
ekki átt auðvelt með að komast þaðan .“
Framhjá þessu verður ekki gengið þegar
allt þetta mál verður gert upp og þess þá
einnig minnzt þegar Jón Ásgeir í Baugi
lýsti yfir stuðningi við aðild Íslands að
ESB . Á þeim tíma skipti það máli, nú er
það einungis hjáróma vísbending um sam-
eiginlega hagsmuni .
7 .
Hrunið kom ekki utanfrá, það kom innanfrá, úr gjörspilltu bankakerfi
sem slagsmálahundar Mammons höfðu
notað í eigin þágu . Það var ekki stjórnsýslan
sem leiddi yfir okkur hrunið, þótt hún hafi
ekki staðið vaktina enda vanmáttug til