Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 53

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 53
 Þjóðmál HAUST 2010 51 þess, ekki pólitískar embættaveitingar þótt stundum sé á því tönnlazt, enda hafa þær alltaf tíðkazt án hruns . Og hvað hefur breytzt í þeim efnum? Ekkert! Eftirá er verið að finna allskyns ástæður fyrir hruninu, æ fleiri blórabögglar dregnir fram í dagsljósið, bent á stjórnarfarið sjálft og galla þess, þótt það hafi ávallt verið samt við sig án þess að valda hruni – og þá helzt reynt að gleyma meinsemdinni sjálfri, spilavítisglæfrum útrásarvíkinga . Það má að sjálfsögðu finna margvíslegt klúður í stjórnsýslunni, en það hefur bara verið einn af þessum fylgikvillum lýðræðis án teljandi fjárhagsvanda . Lýðræði á sér margar hliðar, það fleytti Hitler til valda og það hófst í Aþenu með því að samþykkt var í atkvæðagreiðslu að svipta Sókrates lífi! Það sýnir takmörk mannsins og umhverf- is hans, því við þekkjum ekkert betra . Kúg- un minnihlutans er einn af skavönkunum, hjarð hugsunarlegur þankagangur annar . Lýðræði er ekki fullkomið og veikleikar þess margir án þess allt fari úr skorðum . Við höfum búið við þessa galla, þetta veikburða stjórnskipulag, þar til út- rás arvíkingarnir komu til sögunnar og gerðu atlögu að veikum stoðum íslenzks bankakerfis . Þá var fjármagn hins nýja, grimma kapítalisma búið að hrekja stjórn- mála- og embættismenn út í horn og ekkert framundan nema fjárhagslegt hrun . Hrunið var afleiðing fjárglæfrastarfsemi án hliðstæðu í íslenzkri sögu og þótt víðar væri leitað . Í hruni verður ríkið ekki fórnarlamb, heldur fólkið . Enginn hefur lýst því betur en Jón Trausti í Heiðarbýlinu: Mörgum verður mikið um efnalegt gjaldþrot – þegar grundvöllurinn, sem þeir hafa byggt á allt viðskiptatraust sitt, alla efnalega farsæld sína, hrynur eins og loft, sem stoðirnar eru brunnar undan . En hvað er það hjá siðferðilegu gjaldþroti – þegar grundvöllur sá, sem menn hafa byggt allt sitt líf á, alla trú sína, ást sína, von sína og alla hugsun sína og breytni, reynist ótryggur? Hann hrynur ekki með braki og brestum, heldur sígur niður – sígur hægt og hægt, dýpra og dýpra – Guð veit, hvar hann á að nema staðar, eða hvort hann nemur nokkurn tíma staðar . Hann heldur áfram niður fyrir þá sem næst manni hafa staðið, niður fyrir hina, sem ennþá neðar stóðu – niður fyrir alla að lokum . Menn finna sigið, en geta ekkert viðnám veitt . Allir flúnir frá manni, svo þeirra grundvöllur dragist ekki með . . . ” En Íslendingar hafa áður risið úr fjár hags- kreppu og siðferðisþrekið í sjálf stæðis bar- áttunni bilaði aldrei . 8 . Ég hef fyrir satt að Snæbjörn Jónsson hafi talið Locksley­höll Tennysons í þýðingu Guðmundar skólaskálds bezt þýdda kvæði á íslenzka tungu og læt því tvö vísuorð þess vera einkunnarorð þessarar greinar um sið menningarvígvöllinn („Blygðast má eg meira’ en lítið / mín að hafa elskað tál .“) . Ljóðið fjallar um brenglað verðmætamat, tál og hversdagslegt glingur, allt það sem freistar mannsins öðru fremur; ekki sízt nú á dögum . Þetta er gamalt ljóð og mikið uppgjör við umhverfi skáldsins og andlega niðurlægingu válegra tíma og á því enn erindi við íslenzka samtíð; en þó ekki sízt vegna þess að af því slær vonarbjarma á þrautagöngu mannsins inní nýja heillavænlegri framtíð . Grein þessi er kafli úr væntanlegri bók Matthíasar, Á vígvelli siðmenningar. samsæri og kúgun almenningsÁlitsins .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.