Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 56
54 Þjóðmál HAUST 2010 stjórnvalda að Ísland væri vanþróað land . Bandaríkin gætu gert betur: Framtíð Íslands er nátengd framtíð móður-ríkisstjórnar landsins . . . Yrðu frjáls legri stjórn arhættir innleiddir og ýtt undir eðlis læg an þrótt þjóðarinnar, mundi um heim ur inn undrast hve hröð- um framför um þessi fá menna norð læga þjóð tæki . Með rökum, sem voru síðar ítrekuð á tíma internetsins á 21 . öld, benti Peirce á gildi Íslands, vegna hnattstöðu sinnar, til að verða strategísk fjarskiptamiðstöð . Hann sá fyrir sér að símastrengur yrði lagður frá Bret landi til Íslands, frá Íslandi til Grænlands, og frá Grænlandi til Ameríku . „Kostir þess arar leiðar eru svo augljósir, að ekki þarf að tíunda þá,“ sagði hann . Grænland – þótt jafnvel enn minna væri vit að um það – var einnig talið vænlegur kostur . Auk þess að nefna seli, hvali og sjáv ar afurðir benti Peirce á jarðfræði Græn lands og sagði að í henni fælust „mikil fyrir heit“ . Árið 1868 var kríólít – efni til að fram leiða sápu og það sem meiru skipti ál – hið eina sem var unnið úr grænlenskri jörðu til útflutnings . Peirce var afdráttarlaus þegar hann sagði: „Við höfum í næsta nágrenni okkar málm, sem er okkur mjög verðmætur vegna eiginleika sinna .“ Hann sagði hálendi Grænlands „algjörlega óþekkt“, en þar kynnu að finnast frekari jarð efni sem gætu nýst bandarískum iðnaði . Robert John Walker lagði út af niður- stöð um Peirce í inngangi sínum að skýrsl- unni . Hann taldi rök fyrir því að kaup á Grænlandi og eink um Íslandi mundu hvetja til þess að menn sæktu sjó og ýta undir vöxt reynslu mikils kaupskipaflota Banda ríkjanna . Þetta mundi síðan hafa í för með sér, að flotinn fengi sjómenn í sínar raðir til að stuðla að því að tryggja öryggi viðskipta Bandaríkjamanna með kaupskip um . Kaupin á Grænlandi mundu á hinn bóginn falla að hugmyndum Sewards um yfirráð í norðri: Menn fundu upp á því í Englandi af illum huga í garð Bandaríkjanna að koma á fót sam veld isl andinu Kanada . . . markmiðið er að það nái til allrar Bresku Ameríku frá Atlants hafi til Kyrrahafs . . . Með hinum miklu kaupum [á Alaska] höfum við skjaldað Bresku Amer íku gagnvart Norðurskautinu og Kyrra hafi, skorið hana alfarið frá síðarnefnda hafinu frá norðlægri breiddargráðu 54˚40´ til 72˚, þannig að nýja samveldislandið fái aðeins 5˚40´ við Kyrrahaf, þröngvað milli Alaska í norðri og Kaliforníu, Oregon og Washington-ríki í suðri, og nú er Breska Kólumbia að verða sífellt ameríkaníseraðri . Með því að eign ast Græn land mun landið skjalda Bresku Amer íku á mörg þúsund mílna svæði í norðri og vestri, og stórlega ýta undir hvatningu til hennar til að verða hluti af Ameríkusambandinu, frið samlega og glaðlega . Með öðrum orðum mundu kaupin á Græn landi neyða Kanada til að ganga í Banda ríkin . Skýrsla Peirce var of seint á ferðinni . Seward hvarf úr embætti utanríkisráð- herra innan árs frá því að skýrslan birtist . Líkur á því að Bandaríkin mundu kaupa Grænland og Ísland voru litlar . Samskipti Banda ríkjastjórnar við Dani höfðu beðið hnekki vegna misheppnaðrar tilraunar Sewards til að kaupa Dönsku jómfrúreyjar . Eftir hörð átök á Bandaríkjaþingi um kaup in á Alaska var það einfaldlega of stórt skref fyrir þjóð sem enn var að ná sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.