Þjóðmál - 01.09.2010, Side 58

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 58
56 Þjóðmál HAUST 2010 Hinn 16 . júlí 2009 samþykkti Alþingi heimild til ríkisstjórnarinnar um að leggja inn umsókn um inngöngu í Evrópu- sam bandið, ESB . Eins og margir sáu fyrir reynd ist þetta vera argasta feigðarflan af hálfu vinstri flokkanna, enda klofnaði þing flokk - ur annars þeirra við atkvæðagreiðslu um málið . Af greinargerð nokkurra þing manna Vinstri hreyfingarinnar – græns fram boðs, sem atkvæði greiddu með umsókn, mátti ráða, að þeim var þvert um geð að sækja um aðild, en forkólfar ríkisstjórnarinn ar virð ast hafa beitt þá þvingunum . Kom þarna fram mikið ofríki Samfylkingar við að knýja fram vilja sinn í málinu, sem hún set ur öllum öðrum málum ofar á dagskrá sinni . Atgangur þessi setti mark á stjórnar sam- starfið og á utanríkisstefnu landsins . Ofstopi Samfylkingarinnar við að knýja fram vilja sinn markaðist mest af því skammtímasjón ar- miði, að landsmönnum lægi lífið á að kom ast inn í evrusamstarfið . Þó var alla tíð ljóst, að slíkt tæki mörg ár frá umsókn, e .t .v . áratug . Hins vegar hefur alla tíð verið mikill ágrein ingur innanlands um gagnsemi þess fyrir efnahagslíf Íslands að leggja krónuna fyrir róða og að taka upp evru . Hvers vegna ætti sama gengi að henta íslenzka og þýzka hagkerfinu? Sjónarmið efasemdarmanna hafa fengið byr í seglin við vandræði margra evruríkja, sem rakin eru m .a . til fastgengis m .v . helztu viðskiptalönd . Umsóknin um aðild að ESB, sem af- hent var Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, í júlí 2009, var misráðin og svo marklaus, að hana má kalla dýrasta bjölluat Íslandssögunnar, og verður áreiðanlega hið dýrkeyptasta . Það verður að skrifa alfarið á reikning Samfylkingarinnar, sem engan veginn rís undir slíkum reikn ingi . Vandræði ESB Haustið 2008, þegar fjármálakerfi heims ins hékk raunverulega á blá- þræði, tóku ríkisstjórnir Vesturlanda sig til og björguðu flestum bönkunum frá falli með lánsfé og hlutafé, e .t .v . yfir tvö þúsund milljörðum bandaríkjadala . Þetta var misráðið, því að mörgum bankanna var vart við bjargandi, og skuldsetning ríkissjóðanna af þessum sökum lamar nú og næstu ár efnahagskerfi heimsins . Grikkland virðist vera í verstu stöðunni í Bjarni Jónsson Tengsl Íslands og umheimsins

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.