Þjóðmál - 01.09.2010, Page 62
60 Þjóðmál HAUST 2010
munu Íslendingar þannig verða minnst háð-
ir innflutningi eldsneytis allra Vestur landa -
þjóða . Obama, forseti BNA, er að móta
landi sínu svipaða stefnu . Orku sjálf stæði er
draumur allra . Staða Íslands í orku málum er
einstæð á heims mælikvarða, og Ís lend ingar
þurfa aðeins samkeppn ishæft fjár fest ing ar-
um hverfi og frjálst aðgengi að vöru mörk-
uðum heimsins til að nýta orkulindirnar
al menningi til hámarks hagsbóta . Að tryggja
þetta verður höfuð viðfangs efni næstu borg-
ara legu ríkisstjórnar á Íslandi .
Þriðja gjaldeyrislindin er og verður ferða-
mennskan . En ferðaþjónustan er hins vegar
fremur einhæf starfsgrein og nýtir t .d . raun-
vísindagreinar í mun minni mæli en sjávar-
útvegur og iðnaður . Mikil mengun og jafn-
vel landspjöll fylgja ferða þjónustu og hana
þarf að skipuleggja með allt öðrum hætti en
nú er, ef hún á að geta vaxið með sjálfbær um
hætti, t .d . án landspjalla . Yfirvöld ferða mála
sofa á verðinum: öryggismál eru í ólestri,
aðgengi að vinsælum ferðamannastöð um er
í skötulíki og mikil áníðsla viðkvæms lands
er látin viðgangast .
Á grundvelli þess, sem hér hefur verið
rakið, blasir við sú stefnumótun, sem stjórn-
valda bíður á næstunni . Þau eiga að virkja
einkaframtakið til hagsbóta fyrir heild ina
og skipuleggja umgjörð hagkerfis ins með
það fyrir augum, að íslenzka hagkerfið verði
útflutningsknúið .
Þetta þýðir, að gjaldmiðill ríkisins má
ekki verða mjög sterkur . Verði hann tengdur
öðrum gjaldmiðli ber að velja gjaldmiðil
þar sem hagkerfið er líka útflutningsdrifið .
Norska krónan er allt of sterk vegna olíuauðs
Norðmanna . Brezka sterlingspundið kæmi
til greina, en brezka hagkerfið er sennilega
of þjónustuknúið til að pundið henti . Þar
hefur fjármálageirinn verið of stór hluti
hag kerfisins og er enn . Svipað á við um
sviss neska frankann .
Bandaríkjadalur er alþjóðleg mynt, og
talsverður hluti íslenzka hagkerfisins er í
raun í þessari mynt, t .d . eldsneytisviðskipti
og megnið af orkusölu til stóriðju . Helztu
erlendu fjárfestar í atvinnufyrirtækjum
á Íslandi hafa komið og munu koma úr
Vesturheimi, og þeir eru með bókhald sitt
í bandaríkjadölum . Þetta eru fyrirtækin
Alcoa, Century Aluminium og Rio Tinto
Alcan . Verulega yrði dregið úr óvissu slíkra
og annarra fjárfesta á Íslandi með tengingu
krónunnar við dollarann . Rótgróin vinátta
Bandaríkjanna og Íslands er og lóð á þessar
vogarskálar og slík tenging kemur vel til
greina . Á móti kemur að hagsveiflan á Íslandi
á lítið skylt við hagsveiflu Bandaríkjanna .
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
um sjálfan tilverugrundvöll evrunnar ríkir
nú mikil óvissa . Hagsveifla meginlandsins
hefur hingað til verið ólík hagsveiflu Íslands .
Á meðan jafnmikil óvissa ríkir um evruna og
raun ber vitni um kemur tenging íslenzku
krónunnar við hana ekki til greina, enda er
evran jafnvel á faraldsfæti . Þar með er fallin
um koll höfuðröksemdin fyrir ESB-aðild .
Það, sem gerir Íslandi erfitt um vik með
að halda úti eigin gjaldmiðli er hættan á
spákaupmennsku, einkum á efnahagslegum
óróaskeiðum . Sem ráð við henni hefur
myntráð verið nefnt og kemur til greina
að rannsökuðu máli . Það hefur gefizt t .d .
Eistlendingum vel, en þeir hafa tengt mynt
sína evrunni . Þá ábyrgist seðlabankinn
að leysa út mynt viðkomandi lands með
viðmið unar myntinni viðstöðulaust á
ákveðnu gengi . Þetta útheimtir öflugar
lána línur til erlendra seðlabanka, sem er
á færi hæfrar ríkisstjórnar að afla . Stöðug-
leiki öflugrar útflutningsvélar mundi fylgja
í kjölfarið . Beztun gjaldeyris- og peninga-
mála stefnunnar íslenzku er verðugt við-
fangs efni fræðimanna á sviði hagfræði, –
og hér skal varpað fram þeirri spurningu
í lokin hvort myntráð íslenzka og sænska
seðlabankans kæmi til greina?