Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 62

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 62
60 Þjóðmál HAUST 2010 munu Íslendingar þannig verða minnst háð- ir innflutningi eldsneytis allra Vestur landa - þjóða . Obama, forseti BNA, er að móta landi sínu svipaða stefnu . Orku sjálf stæði er draumur allra . Staða Íslands í orku málum er einstæð á heims mælikvarða, og Ís lend ingar þurfa aðeins samkeppn ishæft fjár fest ing ar- um hverfi og frjálst aðgengi að vöru mörk- uðum heimsins til að nýta orkulindirnar al menningi til hámarks hagsbóta . Að tryggja þetta verður höfuð viðfangs efni næstu borg- ara legu ríkisstjórnar á Íslandi . Þriðja gjaldeyrislindin er og verður ferða- mennskan . En ferðaþjónustan er hins vegar fremur einhæf starfsgrein og nýtir t .d . raun- vísindagreinar í mun minni mæli en sjávar- útvegur og iðnaður . Mikil mengun og jafn- vel landspjöll fylgja ferða þjónustu og hana þarf að skipuleggja með allt öðrum hætti en nú er, ef hún á að geta vaxið með sjálfbær um hætti, t .d . án landspjalla . Yfirvöld ferða mála sofa á verðinum: öryggismál eru í ólestri, aðgengi að vinsælum ferðamannastöð um er í skötulíki og mikil áníðsla viðkvæms lands er látin viðgangast . Á grundvelli þess, sem hér hefur verið rakið, blasir við sú stefnumótun, sem stjórn- valda bíður á næstunni . Þau eiga að virkja einkaframtakið til hagsbóta fyrir heild ina og skipuleggja umgjörð hagkerfis ins með það fyrir augum, að íslenzka hagkerfið verði útflutningsknúið . Þetta þýðir, að gjaldmiðill ríkisins má ekki verða mjög sterkur . Verði hann tengdur öðrum gjaldmiðli ber að velja gjaldmiðil þar sem hagkerfið er líka útflutningsdrifið . Norska krónan er allt of sterk vegna olíuauðs Norðmanna . Brezka sterlingspundið kæmi til greina, en brezka hagkerfið er sennilega of þjónustuknúið til að pundið henti . Þar hefur fjármálageirinn verið of stór hluti hag kerfisins og er enn . Svipað á við um sviss neska frankann . Bandaríkjadalur er alþjóðleg mynt, og talsverður hluti íslenzka hagkerfisins er í raun í þessari mynt, t .d . eldsneytisviðskipti og megnið af orkusölu til stóriðju . Helztu erlendu fjárfestar í atvinnufyrirtækjum á Íslandi hafa komið og munu koma úr Vesturheimi, og þeir eru með bókhald sitt í bandaríkjadölum . Þetta eru fyrirtækin Alcoa, Century Aluminium og Rio Tinto Alcan . Verulega yrði dregið úr óvissu slíkra og annarra fjárfesta á Íslandi með tengingu krónunnar við dollarann . Rótgróin vinátta Bandaríkjanna og Íslands er og lóð á þessar vogarskálar og slík tenging kemur vel til greina . Á móti kemur að hagsveiflan á Íslandi á lítið skylt við hagsveiflu Bandaríkjanna . Það er kunnara en frá þurfi að segja, að um sjálfan tilverugrundvöll evrunnar ríkir nú mikil óvissa . Hagsveifla meginlandsins hefur hingað til verið ólík hagsveiflu Íslands . Á meðan jafnmikil óvissa ríkir um evruna og raun ber vitni um kemur tenging íslenzku krónunnar við hana ekki til greina, enda er evran jafnvel á faraldsfæti . Þar með er fallin um koll höfuðröksemdin fyrir ESB-aðild . Það, sem gerir Íslandi erfitt um vik með að halda úti eigin gjaldmiðli er hættan á spákaupmennsku, einkum á efnahagslegum óróaskeiðum . Sem ráð við henni hefur myntráð verið nefnt og kemur til greina að rannsökuðu máli . Það hefur gefizt t .d . Eistlendingum vel, en þeir hafa tengt mynt sína evrunni . Þá ábyrgist seðlabankinn að leysa út mynt viðkomandi lands með viðmið unar myntinni viðstöðulaust á ákveðnu gengi . Þetta útheimtir öflugar lána línur til erlendra seðlabanka, sem er á færi hæfrar ríkisstjórnar að afla . Stöðug- leiki öflugrar útflutningsvélar mundi fylgja í kjölfarið . Beztun gjaldeyris- og peninga- mála stefnunnar íslenzku er verðugt við- fangs efni fræðimanna á sviði hagfræði, – og hér skal varpað fram þeirri spurningu í lokin hvort myntráð íslenzka og sænska seðlabankans kæmi til greina?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.