Þjóðmál - 01.09.2010, Side 64

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 64
62 Þjóðmál HAUST 2010 Lokaorð Einars Karls benda til þess, að rekstur Fréttablaðsins hafi ekki verið burðugur fyrstu mánuði þess . Allt breyttist það til betri vegar sumarið 2002, eftir að Frétt ehf . og nafnlausir eigendur þess komu til sögunnar . Skorti þá ekki fé til útgáfunnar . Miklar vangaveltur voru um eignarhald á Fréttablaðinu . Stórfyrirtækið Baugur var mjög til umræðu á þessum tíma, enda gerði lögregla húsleit í höfuðstöðvum þess 28 . ágúst 2002 . Þóttust ýmsir draga þá ályktun af fréttum og skrifum í Fréttablaðið, að það drægi taum Baugs í átökum forráðamanna fyrirtækisins við lögregluna . Gunnar Smári tók einarðlega upp hanskann fyrir þá Baugsmenn í ritstjóraskrif um sínum . Aug- lýsingar frá Baugsfyrirtækjum urðu sífellt fleiri í Fréttablaðinu en fækkaði jafnframt í Morgunblaðinu . Í baráttunni fyrir þingkosningarnar vorið 2003 tók Fréttablaðið afstöðu gegn Davíð Odds syni, forsætisráðherra . Mikla athygli vakti frétt blaðsins 1 . mars 2003, þar sem Reynir Trausta son, þá blaðamaður á Fréttablaðinu, birti efni og myndir úr fundargerðum stjórnar Baugs, sem áttu að sýna óvild Davíðs í garð fyri r tækisins . Baugsmenn töldu, að Davíð hefði sigað á sig lögreglunni í pólitískum til gangi . Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for sætis ráð - herra efni Samfylkingarinnar, tók af stöðu með Baugi og Fréttablaðinu, gegn Davíð í frægri Borgar nes ræðu . Hinn 2 . maí 2003 upplýsti Fréttablaðið loks um eigendur Fréttar ehf . Þeir voru félög í eigu Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, Gunn ars Smára Egils- sonar, ritstjóra Frétta blaðs i ns, Ingi bjarg ar S . Pálmadóttur innanhús s hönn uðar, Jó- hann esar Jónssonar í Bónusi, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, Pálma Haraldssonar, forstjóra Fengs, og Ragnars Tóm assonar lögmanns . Sagt var frá því, að 10,6 milljóna kr . tap hefði orðið á rekstri Fréttar árið 2002 en félagið hefði verið rekið með 12 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði 2003 . Eigið fé hefði verið 52 milljónir króna um áramót; eigin fjárhlutfall 31% og veltufjárhlut fall 1,3, nettóskuldir eng ar . Jafn framt var birt niður staða nýrrar fjöl miðla könnunar, sem sýndi, að meðallestur Frétta blaðsins mæld- ist 61,7% og hefði aukist um 9,9 prósentu- stig frá október 2002 . Á sama tíma hefði meðal lestur Morgunblaðsins fallið úr 57,3% í 52,3% eða um 5 prósentustig . Mun ur inn á fjölda lesenda hjá Fréttablaðinu og Morg­ un blaðinu væri um 22 þúsund manns . Með birtingu þessarar fréttar í Frétta­ blaðinu 2 . maí 2003 var teningum kastað og tímabil Baugsmiðlanna hófst fyrir opnum tjöldum . Í byrjun nóvember 2003 keypti Frétt ehf . DV . Ekki var greint frá kaupverðinu, þó sagði Gunnar Smári frá því, að Hömlur, dótturfélag Landsbankans, mundu eignast hlut í Frétt ehf . en þó ekki meira en 25%. Markmiðið var að nýta samlegðaráhrif af því að gefa út tvö blöð af sama útgáfufélagi þannig að dreifing, skrif stofa, auglýsingadeild, ljósmyndir o .fl . yrðu sam eiginleg . Grunur manna um, að Baugur og eig- Með birtingu þessarar fréttar í Frétta blaðinu 2 . maí 2003 var teningum kastað og tímabil Baugsmiðlanna hófst fyrir opnum tjöldum . Í byrjun nóvember 2003 keypti Frétt ehf . DV . . . . Grunur manna um, að Baugur og eigendur annarra stórra fyrirtækja stæðu að baki Fréttablaðinu hafði reynst réttur .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.