Þjóðmál - 01.09.2010, Side 66

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 66
64 Þjóðmál HAUST 2010 nema allt eigi til andskotans að fara“ . Í lok október 2003 sendi Sigurður síðan stjórnarmönnum Norður ljósa tölvupóst, þar sem sagði meðal annars: Ágætu stjórnarmenn, ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir því að ábyrgð ykkar er mikil í dag eins og fjárhag Norðurljósa er komið . Seta í stjórn þessa félags sem er með fast að þrjú hundruð stöðugildi starfsmanna og veltir nærri 6 milljörðum á ári en skuldar lánardrottnum öðrum en viðskiptamönnum 6,9 milljarða er ekki eitthvað sem afgreitt verður með þögn á stuttum mánaðarlegum stjórnarfundum heldur aktívu starfi . Þannig var andrúmsloftið milli forstjóra og stjórn arformanns Norðurljósa, þegar þeir Jón Ásgeir, Gunnar Smári og sam- starfsmenn þeirra birtust sem bjarg vættir . Baugsmenn munaði ekki um að kaupa fyrirtækið af Jóni Ólafssyni með aðstoð Hreiðars Más og Kaupþings . Þegar Baugsmenn og viðskiptafélagar þeirra höfðu eignast DV og Norðurljós í fyrri hluta nóvember 2003, þótti ýmsum nóg komið um samþættingu á fjöl miðla- markaði . Í þeim hópi var Álfheiður Inga dóttir, sem sat á Alþingi þessa daga fyrir vinstri-græna . Hún sneri sér til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, með fyrirspurn um samþættingu á fjölmiðlamarkaði 19 . nóvember . Um- ræðurnar á þingi ollu Gunn ari Smára svo miklu hugarangri, að hann velti skömmu síðar fyrir sér í Fréttablaðinu hvort hann ætti að leita pólitísks hælis í Norður-Kóreu . Hann sagði: Eftir að hafa hlustað á búta úr ræðu Davíðs Odds sonar forsætisráðherra á Alþingi á miðvikudag inn og síðan lesið endurrit hennar hugsaði ég með sjálfum mér: Hvers vegna leitar maður ekki eftir pólitísku hæli í Norður-Kóreu? Ég gat ekki betur heyrt en að Davíð væri fyrst og fremst að pirra sig yfir að búa á Vesturlöndum þar sem frjálsræði ríkir í viðskiptum og mönnum er frjálst að stofna til blaða og fjölmiðla og njóta ávaxta mál- og tjáningarfrelsis . . . Er það virkilega svo að einka væðing bankanna sé mislukkuð af því að þeir töldu vondri stöðu sinni í Stöð 2 og DV best borgið með því að vinna með þeim sem mestan áhuga höfðu á endurreisn þessara miðla? Eða áttu bankarnir að leyfa Davíð að ráða örlögum Stöðvar 2 og DV?3 Í höndum Baugsmanna urðu Norðurljós langumsvifamesta fyrirtæki á fjölmiðla- og af þrey ingar markaði í landinu . Norðurljós áttu Íslenska útvarpsfélagið ehf ., sem rak stöðvar með 44% af hlustun fyrir hljóðvarp og 37% af áhorfi fyrir sjónvarp . Þá áttu Norðurljós Frétt ehf ., útgefanda Fréttablaðsins, útbreiddasta blaðs landsins, með daglegan 69% lestur, og DV, sem lesið var af 17% landsmanna, eftir að Frétt ehf . ýtti því af stað sem dagblaði eftir tíma- bundið strand . Baugur Group hf . var stærsti einstaki hlut hafi í Norðurljósum hf . Nam hluta- fjár eignin 29,9% . Baugur Group hf . var einnig umsvifa mikið fyrirtæki í öðrum at- vinnu rekstri á Íslandi og hafði t .d . á árinu Ólafur Ragnar Grímsson lagði málstað Baugs manna og stjórnarandstöðunnar lið, eftir að Alþingi hafði samþykkt fjöl miðla- frumvarp ið að loknum hörðum deilum á þingi og utan þess .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.