Þjóðmál - 01.09.2010, Side 69
Þjóðmál HAUST 2010 67
Af þessari lýsingu má ráða, að á vegum Baugsmiðlanna hafi
í ársbyrjun 2005 verið lögð á ráðin
um öfluga samþættingu fjarskipta-
fyrirtækja og fjölmiðla . . . . Í byrjun
í ágúst 2005 var tilkynnt, að til
sögunnar kæmi nýtt félag Dagsbrún,
sem yrði móðurfélag Og fjarskipta og
365 (ljósvakamiðla og prentmiðla)
og P/F Kall í Færeyjum .
framleiðsla og sölu- og markaðsmál
yrðu sameiginleg . Fjármálastjórnun 365
yrði hjá Og fjarskiptum . Gunnar Smári
Egilsson yrði framkvæmdastjóri . Hann
sagði að nafnið, 365, ætti að endurspegla
þjónustu fyrirtækis ins allan sólarhringinn,
allan ársins hring .
Í stjórn Og fjarskipta sátu eftir aðalfund
í mars 2005: Skarphéðinn Berg Steinars-
son, formaður, Árni Hauksson, Davíð
Scheving Thorsteinsson, Pálmi Haraldsson
og Vilhjálmur Þorsteinsson . Eiríkur S .
Jóhannesson var forstjóri fyrirtækisins .
Margt hafði gerst innan fjölmiðlaveldis
Baugs á skömmum tíma, eins og KB-
banki skýrði réttilega frá í verðmati á Og
fjar skiptum, sem birtist 22 . júní 2005 . Þar
sagði:
Miklar breytingar hafa orðið á rekstri
Og fjar skipta síðustu misserin . Stærsta
breytingin eru kaup in á Íslenska
Útvarpsfélaginu og Frétt af Norð ur-
ljósum í lok síðasta árs . Hefur nafni
þessara félaga verið breytt og eru þau nú
undir nafninu 365 ljósvakamiðlar og 365
prentmiðlar . Kom fram á kynningarfundi
vegna uppgjörs fyrsta árfjórðungs að Og
Vodafone og 365 miðlar myndu starfa
áfram sem tvær sjálfstæðar einingar . Þá
keyptu Og fjarskipti einnig félögin Línu .
Net og Margmiðlun á síðastliðnu ári
og hefur starfsemi þeirra að fullu verið
sameinuð rekstri Og fjarskipta . Samtímis
þessum kaupum var skrifað undir
samning við Orkuveitu Reykjavíkur um
ljósleiðaravæðingu landsins . Mun Og
Voda fone taka yfir IP þjónustu Línu .Nets
sem og fá aðgang að ljósleiðaraneti OR
til næstu 25 ára . Með þessum samningi
tryggði Og fjarskipti sér aðgang að meiri
bandvídd í framtíðinni . Gert er ráð
fyrir að ýmis krefjandi þjónusta, eins og
útsendingar sjónvarpsefnis, muni færast
yfir í ljósleiðara mjög fljótlega . Á þann
hátt telur stjórn Og fjarskipta að hægt
verði að ná miklum sparnaði með því
að dreifa efni fjölmiðlanna um veitur
fjarskiptafyrirtækis .8
Af þessari lýsingu má ráða, að á vegum
Baugs miðlanna hafi í ársbyrjun 2005
verið lögð á ráðin um öfluga samþættingu
fjarskiptafyrir tækja og fjölmiðla . Af
þessu tilefni sagði Birgir Guðmundsson,
stjórn mála fræðingur og dálkahöfundur
Frétta blaðs ins, í leiðara Blaða mannsins
félagstíðinda Blaða mannafélags Ís lands, í
janúar 2005:
Stofnun eða umbreyting Fréttar og
Íslenska útvarpsfélagsins yfir í fyrirtækið
365 prentmiðlar og ljósvakamiðlar er til
marks um þá miklu ferð sem þessi mál eru
komin á . Þarna er um að ræða áberandi
samruna prentmiðla, ljósvakamiðla, og
fjarskiptafyrirtækis, – samruna þar sem
verið er að taka næstu skref í framhaldi
af þeirri eigna samþjöppun sem áður
hafði verið orðin opinber . Samstarf og
samvinna Og Vodafone og fjölmiðla 365
á enn eftir að mótast og eflaust mun það
taka einhverjar vikur eða mánuði að ná