Þjóðmál - 01.09.2010, Page 71
Þjóðmál HAUST 2010 69
laun . Um fyr ir tækið sagði Gunnar Smári í
ársskýrslu sinni:
Dagsbrún er vaxtarfyrirtæki sem vinnur
á vaxandi markaði . Starfssvið félagsins er
hinn almenni neytendamarkaður og sá
hluti hans sem hefur verið í hvað mestum
vexti á undanförnum árum . Samskipti,
afþreying, þægindi og öryggi – um þessa
eftirsóknarverðu þætti hverfist starfsemi
Dagsbrúnar . Og í mikilvægi þeirra fyrir
líf nútímafólks liggja tækifæri félagsins . . . .
Skipulag Dagsbrúnar gerir það að verkum
að félagið getur leitað vaxtartækifæra
erlendis á öllum meginsviðum félagsins –
fjarskiptum, fjölmiðlun og afþreyingu –
og eins í þeim greinum sem þessi rekstur
hvílir á . Það er trú stjórnenda Dagsbrúnar
að vöxtur erlendis muni efla og breikka
rekstur félagsins og styrkja starfsemina
innanlands en jafnframt að sú reynsla
og kunnátta sem hefur skapast í góðum
rekstri og miklum vexti á örlitlum
markaði eigi erindi á stærri markaði .
Um miðjan ágúst 2006 var skýrt frá því, að
tap á rekstri Dagsbrúnar hefði numið 1 .520
milljónum kr . fyrri hluta ársins en á sama
tímabili 2005 hefði orðið 321 milljóna kr .
hagn aður . Á öðrum ársfjórðungi 2006 var
tapið 1 .327 milljónir kr . samanborið við 122
milljóna kr . hagnað á sama tímabili 2005 .
Í tilkynningu um tapið sagði, að breska
prent fyrirtækið Wyndeham, sem Dagsbrún
keypti á árinu, hefði hafið hagræðingarferli
sitt og lok að einni prentsmiðju í Bretlandi .
Þar af leið andi hefði „einsskiptiskostnaður“
upp á 184 milljónir króna verið gjaldfærður
á tímabilinu .
Þrjú ný fyrirtæki, Mamma, SKO og
365 Media Scandinavia hefðu verið sett
á laggirnar á öðrum fjórðungi ársins með
tilheyrandi stofnkostnaði að upphæð 125
milljónir króna, sem hefði verið gjaldfærður .
Þá sagði, að afkoma fjölmiðlahluta væri
lakari en ráð hefði verið fyrir gert, vegna
minni auglýsingasölu í ljós vakamiðlum og
taprekstrar DV .9
Stjórn Dagsbrúnar hf . samþykkti á
fundi sínum 12 . september 2006 að leggja
til við hluthafafund að Dagsbrún yrði
skipt upp í tvö rekstrarfélög, annars vegar
fjölmiðlafélag, 365 hf ., og hins vegar fjar-
skipta- og upplýs inga tæknifélag, Teymi hf .
Jafnframt skyldi stefnt að sölu fasteigna
Dagsbrúnar bæði á Íslandi og í Bretlandi .
Áætlað var, að þessar aðgerðir lækkuðu
skuld setningu félaganna tveggja um 13–14
milljarða króna . Ari Edwald yrði forstjóri
365 hf . og Árni Pétur Jónsson forstjóri
Teymis hf . Viðar Þorkelsson fjármálastjóri
Dags brúnar yrði fjármálastjóri 365 hf .
Af þessu tilefni sagði Þórdís Sigurðardóttir,
stjórnarformaður Dagsbrúnar:
Á undanförnum tveimur árum hefur verið
unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla-
og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri
og ytri vexti . Við teljum að því verki sé
lokið og eftir standi tvö félög sem hvort
um sig hafi sterka stöðu á markaði og séu
skýr valkostur fyrir fjárfesta . Nú hefst nýr
kafli þar sem starfsemi hvors félags um
sig verður samþætt og innviðir styrktir .10
Þessi ákvörðun stjórnar Dagsbrúnar vakti
nokkra undrun, enda hafði ætíð verið látið
í veðri vaka, eins og stjórnarformaðurinn
gerði raunar enn í yfirlýsingu sinni, að
Dagsbrún væri svo máttugt fyrirtæki, að
ekkert fengi því grandað . Við blasti, að
raunveruleikinn var annar .
Útrásin, sem fólst í kaupum Dagsbrúnar
á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta
prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands,
var oft nefnd, þegar fjallað var um verstu
viðskipti almennt á árinu 2006 . Þetta var
þó árið, sem gaf vísbendingu um, að allt