Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 71
 Þjóðmál HAUST 2010 69 laun . Um fyr ir tækið sagði Gunnar Smári í ársskýrslu sinni: Dagsbrún er vaxtarfyrirtæki sem vinnur á vaxandi markaði . Starfssvið félagsins er hinn almenni neytendamarkaður og sá hluti hans sem hefur verið í hvað mestum vexti á undanförnum árum . Samskipti, afþreying, þægindi og öryggi – um þessa eftirsóknarverðu þætti hverfist starfsemi Dagsbrúnar . Og í mikilvægi þeirra fyrir líf nútímafólks liggja tækifæri félagsins . . . . Skipulag Dagsbrúnar gerir það að verkum að félagið getur leitað vaxtartækifæra erlendis á öllum meginsviðum félagsins – fjarskiptum, fjölmiðlun og afþreyingu – og eins í þeim greinum sem þessi rekstur hvílir á . Það er trú stjórnenda Dagsbrúnar að vöxtur erlendis muni efla og breikka rekstur félagsins og styrkja starfsemina innanlands en jafnframt að sú reynsla og kunnátta sem hefur skapast í góðum rekstri og miklum vexti á örlitlum markaði eigi erindi á stærri markaði . Um miðjan ágúst 2006 var skýrt frá því, að tap á rekstri Dagsbrúnar hefði numið 1 .520 milljónum kr . fyrri hluta ársins en á sama tímabili 2005 hefði orðið 321 milljóna kr . hagn aður . Á öðrum ársfjórðungi 2006 var tapið 1 .327 milljónir kr . samanborið við 122 milljóna kr . hagnað á sama tímabili 2005 . Í tilkynningu um tapið sagði, að breska prent fyrirtækið Wyndeham, sem Dagsbrún keypti á árinu, hefði hafið hagræðingarferli sitt og lok að einni prentsmiðju í Bretlandi . Þar af leið andi hefði „einsskiptiskostnaður“ upp á 184 milljónir króna verið gjaldfærður á tímabilinu . Þrjú ný fyrirtæki, Mamma, SKO og 365 Media Scandinavia hefðu verið sett á laggirnar á öðrum fjórðungi ársins með tilheyrandi stofnkostnaði að upphæð 125 milljónir króna, sem hefði verið gjaldfærður . Þá sagði, að afkoma fjölmiðlahluta væri lakari en ráð hefði verið fyrir gert, vegna minni auglýsingasölu í ljós vakamiðlum og taprekstrar DV .9 Stjórn Dagsbrúnar hf . samþykkti á fundi sínum 12 . september 2006 að leggja til við hluthafafund að Dagsbrún yrði skipt upp í tvö rekstrarfélög, annars vegar fjölmiðlafélag, 365 hf ., og hins vegar fjar- skipta- og upplýs inga tæknifélag, Teymi hf . Jafnframt skyldi stefnt að sölu fasteigna Dagsbrúnar bæði á Íslandi og í Bretlandi . Áætlað var, að þessar aðgerðir lækkuðu skuld setningu félaganna tveggja um 13–14 milljarða króna . Ari Edwald yrði forstjóri 365 hf . og Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis hf . Viðar Þorkelsson fjármálastjóri Dags brúnar yrði fjármálastjóri 365 hf . Af þessu tilefni sagði Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar: Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti . Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig hafi sterka stöðu á markaði og séu skýr valkostur fyrir fjárfesta . Nú hefst nýr kafli þar sem starfsemi hvors félags um sig verður samþætt og innviðir styrktir .10 Þessi ákvörðun stjórnar Dagsbrúnar vakti nokkra undrun, enda hafði ætíð verið látið í veðri vaka, eins og stjórnarformaðurinn gerði raunar enn í yfirlýsingu sinni, að Dagsbrún væri svo máttugt fyrirtæki, að ekkert fengi því grandað . Við blasti, að raunveruleikinn var annar . Útrásin, sem fólst í kaupum Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, var oft nefnd, þegar fjallað var um verstu viðskipti almennt á árinu 2006 . Þetta var þó árið, sem gaf vísbendingu um, að allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.