Þjóðmál - 01.09.2010, Page 74
72 Þjóðmál HAUST 2010
sannfærður um að það er þörf á Mannlífi
í þeim anda sem ég inn leiddi á síðasta
ári . Þess vegna ætla ég að fara af stað með
fréttatímarit, sem verður alfarið óháð
peningaöfl um og stjórnmálum . Þegar
eru komin loforð fyrir hlutafé .15
Skrif Sigurjóns M . um Baugsmálið
sættu undr un og gagnrýni . Sveinn Andri
Sveinsson, hæsta réttarlögmaður, sagði
til dæmis, að væri Sigur jón M . dómari
væri hann ófær að fjalla um Baug vegna
skyldleika við Gunnar Smára Egilsson .
Sigurjón svaraði og sagðist ekki vita til
þess, að Gunnar Smári, bróðir sinn, hefði
nokk urn tíma verið starfsmaður Baugs .
Sigurjón sagðist eiga bróður sem væri
verslunarstjóri í einni af Bónusbúðunum .
Sveinn Andri benti á, að Gunnar Smári
væri einn af stjórnendum Baugsfyrirtækja
og innsti koppur í búri . Væri Sigurjón
dómari eða rannsóknarlögreglumaður þá
væri alveg öruggt, að dómstjóri hefði sagt,
að hann væri ekki hæfur til að fjalla um
Baugsmálið . Yfirmaður í lögreglu hefði
sagt hið sama . En Sigurjón taldi Baug sér
algjörlega óviðkomandi í einu og öllu .16
Í nóvember 2008 keypti félagið Aust-
ursel ehf í eigu Hreins Loftssonar, stjórn-
armanns í Baugi, útgáfufélagið Birt íng
ehf ., útgefanda DV og fjölmargra tíma-
rita . Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi við-
skipti var Stoðir Invest, sem var í meiri-
hlutaeigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og fjölskyldu . Austursel átti
fyrir kaupin innan við 10% í Birtíngi . Út-
gáfufélagið Birtíngur gaf út DV, hélt úti
fréttavefnum dv.is og gaf að auki út 11
tímarit . Meðal tímarita félagsins má nefna
Séð og heyrt, Gestgjafann, Hús & híbýli
og Mannlíf. Við kaup sín á Birtíngi taldi
Hreinn ástæðu til að taka fram, að um
„raunveruleg“ viðskipti hefði verið að ræða
milli sín og Jóns Ásgeirs .
Í mars 2010 seldi Hreinn DV í dreift
eignarhald undir forystu Reynis Trausta-
sonar ritstjóra, Lilju Skaftadóttur og fleiri .
365 miðlar undir stjórn Ara
A ri Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at vinnu lífsins, var ráðinn forstjóri 365
ljósvaka- og prentmiðla 1 . janúar 2006,
þegar Gunnar Smári varð forstjóri Dags-
brúnar . Ari Edwald hafði starfað fyrir
Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999 . Áður
starfaði Ari sem að stoðarmaður Þorsteins
Pálssonar, dóms- og kirkju málaráðherra
og sjávarútvegsráðherra . Ari réð Þorstein
Pálsson, fyrrverandi formann Sjálf stæðis-
flokksins, ráðherra og sendiherra, rit stjóra
Fréttablaðsins 1 . febrúar 2006 og gegndi
hann því starfi fram í júní 2009 .
Þegar Dagsbrún var skipt í september
2006 var 365 hf ., sem Ara var falið að
stjórna, lýst á þennan hátt:
Fjölmiðlafélagið sem verður til við skiptin
verður stærsta fjölmiðla- og afþreyingar-
fyrirtæki á land inu . Innan þess verða
meðal annars miðlarnir: Frétta blaðið, Stöð
2, Bylgjan, Sýn, NFS, Sirkus, FM 957, Vísir.
is, DV og Birta . Á afþreyingarmarkaði má
nefna Senu sem rekur kvikmyndahús og
er umboðs aðili fyrir flest sterkustu vöru-
merki heims á sviði tónlistar, tölvuleikja
og kvikmynda . Saga film sem er stærsta
sjálfstæða framleiðslufyrirtæki landsins á
J ón Ásgeir og félagar hans í Baugi eða öðrum félögum hefðu
aldrei eignast og haldið eign sinni
á Baugsmiðlunum nema í náinni
samvinnu við bankastofnanir .