Þjóðmál - 01.09.2010, Side 75

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 75
 Þjóðmál HAUST 2010 73 sviði sjónvarpsþátta-, auglýsinga- og kvik- myndagerðar er einnig í eigu fjölmiðla- félagsins . D3 er vaxandi fyrirtæki á sviði nýmiðlunar og rekur meðal annars Tónlist. is og Vísir.is . Stærsta einingin innan fyrirtækisins verður Wyndeham Press Group sem er fjölþætt prent- og sam- skipta fyrirtæki í Bretlandi . Áætluð ársvelta 365 hf . á árinu 2007 er 29,5–31,5 milljarðar króna og EBITDA 3,5–3,9 milljarð ar . Vaxtaberandi skuldir félagsins eru áætlaðar um 22 milljarðar eða um 19 milljarðar þegar tek ið er tillit til handbærs fjár og sölu fasteigna .17 Prentútgáfa 365 hf . var endurskipulögð í desember 2006 til að skerpa áherslur og auka arðsemi rekstrar félagsins . Þá var ákveðið að leggja höfuðáherslu á útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla sem höfðu verið í eigu 365 miðla fluttist annað, eftir atvikum með aðild 365 . Útgáfuréttur var þá seldur til Dagblaðsins-Vísis útgáfufélags ehf . 365 átti þó áfram 40% eignaraðild í því félagi, sem tók við útgáfunni 1 . janúar 2007 . Tímaritin Hér & Nú og Veggfóður, sem höfðu verið í eigu 365 miðla, voru þá seld til Útgáfufélagsins Fögrudyra ehf . Samhliða þessum breytingum var ákveðið að hætta útgáfu tímaritsins Birtu í þáverandi mynd og fella það inn í Fréttablaðið á árinu 2007 . Tap 365 hf . nam tæpum sjö milljörðum króna árið 2007 . Við blasti, að grípa þyrfti til ráð stafana á árinu 2008 ætti starf- semi félagsins að halda áfram . Eftir hrun bankanna í byrjun október 2008 breyttist hins vegar viðhorf bankanna . Þann 3 . nóvember 2008 gerðu 365 hf . og Rauðsól ehf . með sér samning um, að Rauðsól keypti alla hluti 365 hf . í 365 miðlum ehf ., það er fjölmiðlahlutann af 365 hf ., fyrir 5,9 milljarða króna . Skyldu1,5 milljarðar greiddir með reiðufé og tekin skyldi yfir 4,4 milljarða skuld 365 hf . við nýja Landsbankann (NIB) . Undir samninginn rituðu Ari Edwald fyrir hönd 365 hf . og Einar Þór Sverrisson, hrl ., fyrir hönd Rauðsólar ehf . Einar Þór stofnaði fjárfestingafélagið Rauðsól ehf . í lok október 2008 og var hann skráður framkvæmdastjóri og skipaði einn stjórn félags ins . Hlutafé var 1 .345 .019 .989 krónur, að öllu leyti í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem jafnframt var stjórnarformaður 365 hf . Hinn 1 . nóvember er haldinn stjórnarfundur í 365 hf . og þar bókað: „Jón Ásgeir bendir á að vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu félagsins [365 hf .] . . . og yfirvofandi gjalddaga skuldabréfaflokks í næstu viku eigi stjórn félagsins ekki annarra kosta völ en selja dótturfélagið 365 miðla ehf . Fyrir liggi að félag á hans vegum [Rauðsól ehf .] sé reiðubúið að leggja fram tilboð í félag ið .“ Var kauptilboð Rauðsólar ehf . sam þykkt af meirihluta stjórnar 365 hf . á stjórnar fund- inum . Hinn 20 . nóvember 2008 samþykkti hlut hafafundur 365 hf . að breyta heiti 365 hf . í Íslenska afþreyingu hf . Hinn 25 . maí 2009 gerðu Íslensk afþreying hf ., áður 365 hf ., og Rauðsól ehf . samning um að Rauðsól ehf . skyldi fá 154 .980 .011 kr . afslátt af kaupverði umræddra hluta í 365 miðlum ehf . þar sem efnahagur 365 miðla ehf . hefði ekki sýnt „rétta stöðu á sínum tíma“ . Með úrskurði Héraðs dóms Reykjavíkur 2 . júlí 2009 var bú Íslenskr ar afþreyingar hf . tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu stjórnar félagsins . Skiptastjóri Íslenskrar afþreyingar hf . rifti þessari ráðstöfun um af sláttinn til Rauðsólar ehf . og sagði að um væri að ræða eftirgjöf skuldar án efnislegra raka . Er skemmst frá því að segja, að hinn 8 . júní 2010 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þá kröfu skiptastjórans, að þessum gjafagerningi um tæpar 155 milljónir, yrði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.