Þjóðmál - 01.09.2010, Side 81

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 81
 Þjóðmál HAUST 2010 79 bursta skó sína hjá skóburstara: „Skelfing líður manni vel með vel burstaða, gljáandi skó .“ Snyrtimennskan var honum í blóð borin og indælt þótti honum að búa sig upp: „Síðan fór ég, svona líka upppússaður, og þar að auki í city dress, í Café Unter den Linden .“ Þar skrifaði Gunnar dagbók vikunnar og naut tónlistarinnar: „Ég hef aldrei veitt því eftirtekt áður hve mikinn þátt kontrabassinn á í því að gera músíkina yndislega, með því að gefa hinn styrka en þó mjúka hljómgrunn og hljómfyllingu .“ / . . . / Gunnari leið vel sem fyrr þegar hann sökkti sér ofan í lestur og skriftir . Stundum festi hann þó ekki yndi við þá iðju og ekki varð við ráðið; á hann sveif „leti, ógeð á vinnu, atriði sem ég held að ég geti aldrei komist til botns í .“ Gunnari fannst hann því glíma við sama vanda og hafði truflað hann heima og hvaða lausnir voru í boði? Fyrir kom að hann reyndi að stappa í sig stálinu með því að rekja eigin kosti fyrir sjálfum sér: Kæri vinur! Þú átt alltaf að varðveita sjálfstraust þitt . Þú veist að þú ert frábærlega gáfaður, allra manna mælskastur, allra manna vinsælastur fyrir viðmót þitt – og viljasterkur stundum . En þig vantar þann stabíla kjark og viljaþrek . Það getur þú öðlast með þjálfun en það heimtar átök, sjálfsafneitun . Fyrsta skilyrðið er þetta: Þótt þú hafir lent nokkra daga í trassaskap þá máttu ekki láta það draga úr þér kjark og atorkuhug þegar þú ert kominn í góða stemningu . Stundum var þó auðveldast að „leita á náðir Bacchusar“ eins og Gunnar komst að orði, „og er þá ýmist hvor sigrar, lögfræðingurinn eða lifimaðurinn .“ Gunnar gerði sér gjarnan glaðan dag með vinum en í Berlín kom líka fyrir að hann drykki einn síns liðs . Þá varð hann ekki fjörugur og hress heldur Póstkort af frægustu götu Berlínarborgar, Unter den Linden . Á Berlínardögum sínum var Gunnar tíður gestur á kaffihúsinu til vinstri á myndinni, Café Unter den Linden .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.