Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 94

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 94
92 Þjóðmál HAUST 2010 fyrirtækja, t .d . banka; aukinni áherslu á einkaeignarrétt m .a . á auðlindum eins og fiskistofnum og orku; minnkandi regluverki og stýringu markaðarins; niðurskurði í velferðarkerfinu og skattastefnu sem ívilnar fyrirtækjum og fjárfestum (bls . 197) . Skilningur Þorgerðar á nýfrjálshyggju virðist líkur þeim sem Kolbeinn reifar í fyrsta kafla bókarinnar að því leyti að hún tilgreinir nokkur einkenni sem varða áherslur á markaðsbúskap og samdrátt þess opinbera . Myrkravöld og máttur til illra verka Af þessari samantekt ætti að vera ljóst að tal um nýfrjálshyggju getur vísað í skoðanir þeirra manna sem uppfylla öll skilyrðin sem Kolbeinn tíundar í fyrsta kafla bókarinnar eða Þorgerður í þeim sjöunda . Það getur líka snúist um einhvers konar hagfræðilega rörsýn á mannlífið . Enn fremur getur það vísað til áherslu á markaðshagkerfi og ýmis önnur stefnumál mið- og hægriflokka . Svo getur það væntanlega átt við skoðanir þeirra sem sjálfir kalla sig frjálshyggjumenn . Til viðbótar við þetta sem talið hefur verið virðist orðið „nýfrjálshyggja“ notað um sjálf myrkravöldin, a .m .k . ætlar Kolbeinn þessari stefnu mikinn mátt til illra verka þar sem hann segir: Nýfrjálshyggjan hefur haft margar slæmar afl eið ingar, s .s . barnaþrælkun í fátækari ríkj- um, aukinn ójöfnuð, mengun, ágang á nátt- úru auðlindir, mannréttindabrot, atvinnu- starf semi við svo slæmar aðstæður að líkja má þeim við þrælakistur, aukið efnahagslegt og félagslegt óöryggi, meiri fátækt, vaxandi vinnu álag og svo mætti lengi telja (bls . 260) . Maður fær það nánast á tilfinninguna að Gúlagið og fyrstu þrælamarkaðir heimsins hafi orðið til fyrir tilstilli nýfrjálshyggjumanna undir lok 20 . aldar . Ég neita því að sjálfsögðu ekki að ýmsar öfgar sem lýst er í bókinni, og ég kalla einu nafni hagfræðilega rörsýn, geti leitt menn á villigötur . En að hvaðeina sem höfundar Eilífðarvélarinnar kalla nýfrjálshyggju hafi orkað til ills er fjarstæða . Til að meta hagstjórn og hagþróun síðustu áratuga dugar hvorki að horfa á einstök dæmi um ranglæti og heimsku né að einblína á margumtalaða bankakreppu . Það þarf líka að skoða hvernig kjör jarðarbúa hafa breyst: Búa færri eða fleiri við hungur, ólæsi eða þrældóm? Hvað með barnadauða, heilsufar og lífslíkur? Flest tölfræðileg gögn benda til að þótt stór hluti jarðarbúa lifi við vond kjör hafi þau atriði sem hér voru nefnd farið skánandi svo fullyrðingar um að breytingar á hagkerfum heimsins, á þeim áratugum sem höfundar kenna við nýfrjálshyggju, hafi verið til tómrar bölvunar geta varla verið allur sannleikurinn .1 Lokaorð Þótt ég hafi fundið að ýmsu í bókinni, einkum í köflunum eftir Kolbein, tel ég að Eilífðarvélin sé fróðleg bók . Hún varpar í senn ljósi á tíðarandann og skýrir ýmsar hugmyndir manna sem gagnrýna hag- fræðilegan þankagang, markaðshyggju og markaðsvæðingu . Ég hef einkum beint athygli að einu atriði í bókinni sem er notkun hugtaksins nýfrjálshyggja og rökstutt að það sé teygt 1 Talið er að frá 1970 til 2000 hafi meðallífslíkur jarðarbúa við fæðingu hækkað að meðaltali úr u .þ .b . 58 árum í u .þ .b . 66 ár . Samkvæmt vef Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, www .who .int, hafa lífslíkur manna aukist frá aldamótum til 2008 í 152 ríkjum, staðið í stað í 26 ríkum og minnkað í 9 ríkjum . Ef til vill telja einhverjir að nýfrjálshyggja hafi verið sérlega öflug í þessum 9 ríkjum sem verst vegnar það sem af er öldinni en þau eru: Brunei, Chad, Írak, Lesotho, Miðafríkulýðveldið, Myanmar, Suður- Afríka, Swaziland og Zimbabwe .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.