Þjóðmál - 01.09.2010, Page 95

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 95
 Þjóðmál HAUST 2010 93 yfir ansi mörg og sundurleit atriði . Ég held að þörf sé á skarpari greiningu á stjórnmálahugsun síðustu áratuga eigi að tengja núverandi efnahagskreppu eða aðra óáran einhverri einni stjórnmálaskoðun eða hugmyndafræði öðrum fremur . Til að koma því heim og saman að ný- frjálshyggja hafi verið ríkjandi þarf að láta hugtakið ná yfir margs konar öfga lausar áherslur mið- og hægriflokka . Það er svo sem ekkert mjög langsótt að kenna þær við frjálshyggju, því eins og Svein björn Þórð- arson bendir á í 2 . kafla Eilífðar vél ar innar hafa frjálshyggjuhugsjónir frá fyrri öld um blandast saman við stefnu flestra stjórn- málaflokka í Evrópu . En til að halda því fram að nýfrjálshyggj- an sé ofureinföldun á mannlífinu eða hug- myndafræðileg allsherjarformúla þarf að beina athyglinni að dæmum um hagfræði- lega rörsýn eða að einhverju í dúr við kenn- ingu Roberts Nozick um lágmarksríkið . Að mínu viti er ekki trúlegt að hægt sé að afmarka neina eina kenningu, skoðun eða hugmyndafræði þannig að hún geti allt í senn talist frjálshyggjuættar, ríkjandi síðustu áratugi og þröngsýn kreddukenning eða algilt hugmyndakerfi . Fjölmiðlamenn um fréttir Sigurður Bogi Sævarsson: Fólk og fréttir – fjölmiðlamenn og málin sem mörkuðu skil, höf . gaf út, Reykjavík 2010, 191 bls . Eftir Björn Bjarnason Fréttamagnið er mikið og hverjum þykir sinn fugl bera af öðrum, þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut og við mat á því, hvað er merkilegast í því öllu . Í bókinni Fólk og fréttir – Fjölmiðlamenn og málin sem mörkuðu skil, ræðir Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður, við ellefu blaða- og fréttamenn, sem segja frá stórviðburðum og málum, sem mörkuðu skil að mati þeirra og bókarhöfundur . Sigurður Bogi lætur sér ekki nægja að líta fáein ár aftur í tímann, þegar hann velur málefni og viðmælendur . Hann hverf ur allt aftur til sjöunda áratugarins í leit að við fangs- efnum, þeg ar hann ræðir við þá Árna Gunn- arsson, þá frétta- mann á Ríkis út- varpinu, um ferð hans á átakaslóð ir í Suður-Víetnam síðla hausts 1966, og Kára Jónas son, þá blaðamann á Tímanum, um komu væntanlegra geimfara til Íslands sumarið 1965 . Þegar um hálf öld er lögð undir við val á efni í bók af þessu tagi er af svo mörgu að taka, að valið eitt hlýtur að vekja margar spurningar . Auk þeirra, sem nefndir hafa verið er rætt við Gerði Kristnýju, rithöf und, um bók hennar Myndin af pabba – Saga Thelmu og aðdraganda hennar, en þar er sagt frá kynferðislegu ofbeldi og misnotkun . Gunnar V . Andrésson, ljósmyndari, segir frá kynnum sínum af fjórum forsetum . Steinunn Ásmundsdóttir, blaðamaður á Morgun blaðinu, segir frá reynslu sinni við að afla frétta af virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og álversframkvæmdum í Reyðarfirði . Kristinn Hrafnsson, frétta- maður, segir frá jólaferð sinni með Ástþóri Magnússyni til Íraks . Finnbogi Her- mannsson, sem var fréttaritari RÚV á Vestfjörðum, og Benedikt Sigurðsson, sem hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum, segja

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.