Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 95

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 95
 Þjóðmál HAUST 2010 93 yfir ansi mörg og sundurleit atriði . Ég held að þörf sé á skarpari greiningu á stjórnmálahugsun síðustu áratuga eigi að tengja núverandi efnahagskreppu eða aðra óáran einhverri einni stjórnmálaskoðun eða hugmyndafræði öðrum fremur . Til að koma því heim og saman að ný- frjálshyggja hafi verið ríkjandi þarf að láta hugtakið ná yfir margs konar öfga lausar áherslur mið- og hægriflokka . Það er svo sem ekkert mjög langsótt að kenna þær við frjálshyggju, því eins og Svein björn Þórð- arson bendir á í 2 . kafla Eilífðar vél ar innar hafa frjálshyggjuhugsjónir frá fyrri öld um blandast saman við stefnu flestra stjórn- málaflokka í Evrópu . En til að halda því fram að nýfrjálshyggj- an sé ofureinföldun á mannlífinu eða hug- myndafræðileg allsherjarformúla þarf að beina athyglinni að dæmum um hagfræði- lega rörsýn eða að einhverju í dúr við kenn- ingu Roberts Nozick um lágmarksríkið . Að mínu viti er ekki trúlegt að hægt sé að afmarka neina eina kenningu, skoðun eða hugmyndafræði þannig að hún geti allt í senn talist frjálshyggjuættar, ríkjandi síðustu áratugi og þröngsýn kreddukenning eða algilt hugmyndakerfi . Fjölmiðlamenn um fréttir Sigurður Bogi Sævarsson: Fólk og fréttir – fjölmiðlamenn og málin sem mörkuðu skil, höf . gaf út, Reykjavík 2010, 191 bls . Eftir Björn Bjarnason Fréttamagnið er mikið og hverjum þykir sinn fugl bera af öðrum, þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut og við mat á því, hvað er merkilegast í því öllu . Í bókinni Fólk og fréttir – Fjölmiðlamenn og málin sem mörkuðu skil, ræðir Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður, við ellefu blaða- og fréttamenn, sem segja frá stórviðburðum og málum, sem mörkuðu skil að mati þeirra og bókarhöfundur . Sigurður Bogi lætur sér ekki nægja að líta fáein ár aftur í tímann, þegar hann velur málefni og viðmælendur . Hann hverf ur allt aftur til sjöunda áratugarins í leit að við fangs- efnum, þeg ar hann ræðir við þá Árna Gunn- arsson, þá frétta- mann á Ríkis út- varpinu, um ferð hans á átakaslóð ir í Suður-Víetnam síðla hausts 1966, og Kára Jónas son, þá blaðamann á Tímanum, um komu væntanlegra geimfara til Íslands sumarið 1965 . Þegar um hálf öld er lögð undir við val á efni í bók af þessu tagi er af svo mörgu að taka, að valið eitt hlýtur að vekja margar spurningar . Auk þeirra, sem nefndir hafa verið er rætt við Gerði Kristnýju, rithöf und, um bók hennar Myndin af pabba – Saga Thelmu og aðdraganda hennar, en þar er sagt frá kynferðislegu ofbeldi og misnotkun . Gunnar V . Andrésson, ljósmyndari, segir frá kynnum sínum af fjórum forsetum . Steinunn Ásmundsdóttir, blaðamaður á Morgun blaðinu, segir frá reynslu sinni við að afla frétta af virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og álversframkvæmdum í Reyðarfirði . Kristinn Hrafnsson, frétta- maður, segir frá jólaferð sinni með Ástþóri Magnússyni til Íraks . Finnbogi Her- mannsson, sem var fréttaritari RÚV á Vestfjörðum, og Benedikt Sigurðsson, sem hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum, segja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.