Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 6

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 6
4 Þjóðmál HAUST 2011 hæfileikasnauðara og lítilsigldara fólk í ríkisstjórn á Íslandi en í getulausu vinstri- stjórninni . Því lengur sem hún lafir því augljósara verður það að hún á skilið með rentu nafnbótina: Versta ríkisstjórn Ís lands ­ sögunnar . B jarni Benediktsson, formaður Sjálf-stæð is flokksins, á heiður skilið fyrir að taka afdráttarlausa afstöðu gegn óskum Kín verjans Huang Nubo um undanþágu til stórfelldra jarðakaupa hér á landi . Það er fárá nlegt að hægt sé að veita undanþágu frá gildandi lögum um slík efni, ekki síst í landi þar sem það er fremur regla en undan- tekning að heimskir og lítilþægir stjórn mála- menn fari með völd . Margur fær nefnilega í hnén þegar seðlabúntum er veifað framan í hann . Danir eiga að vera okkur fordæmi í þessum efnum . Til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar keyptu upp Jótland munu þeir hafa sett reglur um að enginn mætti kaupa jarðir í landinu nema vera þar búsettur . Við ættum að binda það í lög að einungis íslenskir ríkis borgarar megi eiga hér jarðir . Það er eðli legt fyrirkomulag í litlu landi þar sem býr fá menn þjóð sem vill standa vörð um sjálfstæði sitt . Hugmyndir Kínverj ans virðast all vit firr- ingslegar . Hann ætlar að verja 23 milljörð - um til að skapa aðstöðu fyrir ferða þjón ustu í einhverju mesta veðravíti í óbyggðum Norðausturlands . Hvað skyldi þurfa mikinn fjölda ferða manna til að sú fjárfesting skilaði arði? Það spyr enginn að því . Þó vita allir landsmenn að það er enginn arður sem máli skiptir af starf semi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja . Þau hanga öll á horriminni . Sum lifa aðeins vegna víkjandi lána frá Byggðastofnun og má þakka fyrir að þau borgi starfsmönn um hin lágu laun sem almennt tíðkast í ferða þjónustu (auk auðvitað háu launanna sem for stjórarnir skammta sér, það eru alltaf til peningar fyrir þeim!) . Það blasir við að hér býr annað að baki en fjárfesting í ferðaþjón ustu . Og af hverju þarf maðurinn allt þetta landsvæði? Þessi maður gengur auðvitað erinda kín- verska kommúnistaflokksins sem fer með alræðisvöld í Kína . Þótt frjáls ræðis vindar blási um stund í kín versku atvinnu lífi veit enginn hve lengi það varir . Ráða menn í Kína stefna að því leynt og ljóst að skáka Bandaríkjunum sem ráð andi stórveldi í heiminum . Hluti af því ráða bruggi er að gera ríki heims fjárhag s lega háð sér, t .d . með stórfjárfestingum í lönd um sem eru fjárþurfi — Afríkulöndum ýmsum, Grikk - landi, Íslandi o .s .frv . Hvað fylgir svo í kjölfarið þegar Kínverjarnir eru búnir að koma sér fyrir í þessum löndum? Auðvitað fjöldainn flutningur Kínverja til landsins og áform um enn frekari umsvif . Veik lund uð stjórnvöld eiga þá erfitt með að setja Kín- verjunum skorður, því fjárfestingar þeirra skipta orðið svo miklu máli í efna hags lífi landsins . Allt minnir þetta á til raun ir Þriðja ríkis Hitlers-stjórnarinnar til að skjóta hér rótum á sínum tíma, en um þær má lesa í einni af hinum frábæru bók um Þórs White head, Íslandsævintýri Himmlers 1935–1937 . Þá var falast eftir lend ingarleyfi fyrir þýskar flug- vélar á Ís landi (Kínverjinn ætlar að byggja sinn eigin flugvöll!), miklar ráðagerðir voru um fjár festingar í atvinnulífinu og jarða- kaup virð ast einnig hafa verið á dagskrá . Þetta gerðist á tímum þegar ríkissjóður landsins var nánast gjaldþrota og glímt var við mikið atvinnuleysi . Margir tóku því fagn andi hinum þýsku gylliboðum og það þurfti lofsverða staðfestu til að segja nei . Hana hafði Hermann Jónasson, þá verandi for sætis ráðherra . Bjarni Benediktsson á líka lof skilið fyrir að taka loks af skarið í Evrópu- málunum . Það er engin ástæða til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.