Þjóðmál - 01.09.2011, Page 6

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 6
4 Þjóðmál HAUST 2011 hæfileikasnauðara og lítilsigldara fólk í ríkisstjórn á Íslandi en í getulausu vinstri- stjórninni . Því lengur sem hún lafir því augljósara verður það að hún á skilið með rentu nafnbótina: Versta ríkisstjórn Ís lands ­ sögunnar . B jarni Benediktsson, formaður Sjálf-stæð is flokksins, á heiður skilið fyrir að taka afdráttarlausa afstöðu gegn óskum Kín verjans Huang Nubo um undanþágu til stórfelldra jarðakaupa hér á landi . Það er fárá nlegt að hægt sé að veita undanþágu frá gildandi lögum um slík efni, ekki síst í landi þar sem það er fremur regla en undan- tekning að heimskir og lítilþægir stjórn mála- menn fari með völd . Margur fær nefnilega í hnén þegar seðlabúntum er veifað framan í hann . Danir eiga að vera okkur fordæmi í þessum efnum . Til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar keyptu upp Jótland munu þeir hafa sett reglur um að enginn mætti kaupa jarðir í landinu nema vera þar búsettur . Við ættum að binda það í lög að einungis íslenskir ríkis borgarar megi eiga hér jarðir . Það er eðli legt fyrirkomulag í litlu landi þar sem býr fá menn þjóð sem vill standa vörð um sjálfstæði sitt . Hugmyndir Kínverj ans virðast all vit firr- ingslegar . Hann ætlar að verja 23 milljörð - um til að skapa aðstöðu fyrir ferða þjón ustu í einhverju mesta veðravíti í óbyggðum Norðausturlands . Hvað skyldi þurfa mikinn fjölda ferða manna til að sú fjárfesting skilaði arði? Það spyr enginn að því . Þó vita allir landsmenn að það er enginn arður sem máli skiptir af starf semi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja . Þau hanga öll á horriminni . Sum lifa aðeins vegna víkjandi lána frá Byggðastofnun og má þakka fyrir að þau borgi starfsmönn um hin lágu laun sem almennt tíðkast í ferða þjónustu (auk auðvitað háu launanna sem for stjórarnir skammta sér, það eru alltaf til peningar fyrir þeim!) . Það blasir við að hér býr annað að baki en fjárfesting í ferðaþjón ustu . Og af hverju þarf maðurinn allt þetta landsvæði? Þessi maður gengur auðvitað erinda kín- verska kommúnistaflokksins sem fer með alræðisvöld í Kína . Þótt frjáls ræðis vindar blási um stund í kín versku atvinnu lífi veit enginn hve lengi það varir . Ráða menn í Kína stefna að því leynt og ljóst að skáka Bandaríkjunum sem ráð andi stórveldi í heiminum . Hluti af því ráða bruggi er að gera ríki heims fjárhag s lega háð sér, t .d . með stórfjárfestingum í lönd um sem eru fjárþurfi — Afríkulöndum ýmsum, Grikk - landi, Íslandi o .s .frv . Hvað fylgir svo í kjölfarið þegar Kínverjarnir eru búnir að koma sér fyrir í þessum löndum? Auðvitað fjöldainn flutningur Kínverja til landsins og áform um enn frekari umsvif . Veik lund uð stjórnvöld eiga þá erfitt með að setja Kín- verjunum skorður, því fjárfestingar þeirra skipta orðið svo miklu máli í efna hags lífi landsins . Allt minnir þetta á til raun ir Þriðja ríkis Hitlers-stjórnarinnar til að skjóta hér rótum á sínum tíma, en um þær má lesa í einni af hinum frábæru bók um Þórs White head, Íslandsævintýri Himmlers 1935–1937 . Þá var falast eftir lend ingarleyfi fyrir þýskar flug- vélar á Ís landi (Kínverjinn ætlar að byggja sinn eigin flugvöll!), miklar ráðagerðir voru um fjár festingar í atvinnulífinu og jarða- kaup virð ast einnig hafa verið á dagskrá . Þetta gerðist á tímum þegar ríkissjóður landsins var nánast gjaldþrota og glímt var við mikið atvinnuleysi . Margir tóku því fagn andi hinum þýsku gylliboðum og það þurfti lofsverða staðfestu til að segja nei . Hana hafði Hermann Jónasson, þá verandi for sætis ráðherra . Bjarni Benediktsson á líka lof skilið fyrir að taka loks af skarið í Evrópu- málunum . Það er engin ástæða til að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.