Þjóðmál - 01.09.2011, Page 7

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 7
 Þjóðmál HAUST 2011 5 halda ESB-viðræð unum áfram eins og sakir standa . Það fylgir ekki hugur máli, hvorki hjá ríkisstjórninni eða þjóðinni . Af dráttarleysi Bjarna í þessum tveimur málum, sem hér eru nefnd, sýnir að hann sé kannski að ná vopnum sínum . Það mun koma endanlega í ljós á væntanlegum landsfundi . Þá þarf Bjarni að vinna á sitt band marga sem misbauð að hann skyldi ekki fylgja ákvörðunum landsfund ar í Icesave-málinu . Ennfremur þarf Bjarni að marka skýra stefnu til framtíðar, leggja fram stefnuáætlun til viðreisnar landsins í kom andi kosningum og tala kjark í flokks- menn sína . Ennfremur væri ekki úr vegi að hann beitti sér fyrir uppstokkun á þingliði flokks ins . Því miður eru þar ekki margir ske leggir málafylgjumenn innanborðs . Aldrei í sögu sinni hefur Sjálfstæðis flokkur- inn þurft jafnmikið á öflugum málsvörum að halda og nú, fólki sem veit eitthvað í sinn haus og lætur ekki vinstrimennina vaða yfir sig með útúrsnúningum og blekk ingum . Það er því átakanlegt að á slíkum tímum skuli nánast ekkert heyrast í kjörn um full- trúum Sjálfstæðisflokksins . Til hvers er þetta fólk í pólitík? Hefur það enga pólitíska sann- færingu? Þekkir það ekki sögu flokks síns og stefnu? Af hverju í ósköp unum rennur því ekki blóðið til skyld unnar að taka til varna fyrir flokk sinn með kjafti og klóm þegar að honum er sótt? Bjarni hefur væntanlega þurft tíma til að fóta sig, en hann var lítt reyndur þegar hann var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins . Ef til vill valdi hann ekki rétta fólkið sér til ráðgjafar fyrstu árin á for mannsstóli? Honum hefur tvisvar orð ið illilega á í messunni (ESB-hringlið og Icesave- fíaskóið) og má vart við því að misstíga alvarlega sig í þriðja sinn . Stjórn málin eru grimm og þar á enginn tilkall til neins . Það hefur háð Bjarna nokkuð að hann hefur ekki ýkja gott jarðsamband við alþýðu manna . Tveir fyrri formenn Sjálfstæðis- flokksins fæddust með silfurskeið í munni, ef svo má segja, þ .e . ólust upp í ríkidæmi á íslenska vísu eins og Bjarni, Ólafur Thors og Geir Hallgrímsson . Ólafur var þeirrar gerðar að hann náði auð veldlega sambandi við fólk af öllu tagi og úr öllum áttum . Öðru máli gegndi um Geir . Bjarni býr ekki yfir persónutöfrum Ólafs Thors en hann er ekki eins stirðbusalegur og Geir . Hann þyrfti þó að leggja sig mun meira fram um að ná eyrum alþýðu manna . Það myndi auðvitað ekki klæða hann að rölta með verkakörlunum á bak við skúr að kasta af sér vatni eins og sagt er að Ólafur Thors hafi eitt sinn gert, en hann mætti sýna venjulegu fólki meiri athygli í ræðum sínum og til- svörum . Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins . Er hann að ná sér á strik?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.