Þjóðmál - 01.09.2011, Side 10

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 10
8 Þjóðmál HAUST 2011 Hinir ógnvekjandi atburðir í Noregi 22 . júlí hafa vakið umræður um þró un vestrænna lýðræðisþjóðfélaga og fjöl menn- ingu . Umræðurnar eru tímabærar hér á landi eins og annars staðar . Hvort sem okkur lík ar betur eða verr hefur íslenskt samfélag breyst mikið á skömm um tíma vegna þess hve þeim hefur fjölgað í landinu sem eru af er lendu bergi brotnir . Því má lýsa íslensku sam félagi sem fjölmenningarlegu, það rúmi fólk frá ólíkum menningarheimum . Hitt er síðan spurning hvort það sé fjölmenningarlegt í þeim skilningi að sátt sé um að fólk eigi að njóta sérstakra réttinda vegna menningarlegs upp runa síns . Sé sá skilningur lagður í hug- takið fjölmenning breytist inntak þess og verður hugmyndafræðilegt . Í stað þess að lýsa staðreynd á hlutlausan og gegnsæjan hátt felst í hugtakinu krafa um rétt eins menn ingar hóps gagnvart öðrum . Hlutlaus skilningur á fjölmenningu jafngildir í raun lýsingu á fjölhyggju „pluralisma“, að það sé hverju samfélagi til framdráttar að þar takist á ólíkar skoðanir og viðhorf þótt menn sameinist um eina menningarlega grunn- stoð undir samfélaginu . Michael Böss, lektor, Ph .d . og for stöðu- maður Center for Canadiske Studier í Dan- mörku, reifaði þessi mál nýlega í grein í danska blaðinu Berlingske Tidende . Hann lýsti því hve vel Kanadamönnum hefði tekist að þróa fjölmenningar legt sam félag án þess að fylgja fjölmenning ar legri hugmyndafræði . Hann taldi að skýra bæri ummæli Angelu Merkel, Nicolas Sarkozys og Davids Camer- ons um fjöl menn ingar samfélagið í þessu ljósi, þau hefðu ekki lýst „dauða“ þess heldur að hin fjöl menn ingarlega hugmyndafræði hefði orðið gjald þrota . Kanadamenn legðu áherslu á að fjölmenning mætti ekki verða til þess að ýta frjálslyndum, lýðræðislegum gild um til hliðar, hollustu við Kanada og sam stöðu með samborgurum sínum með kanadísk an borgararétt . Í Quebec, frönskumælandi fylki Kanada, hafa stjórnmálamenn, fræðimenn og al- Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Þjóðfélagsumrót, stjórn lagaráð, þrír flokksformenn í kjöri og einangrun Samfylkingarinnar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.