Þjóðmál - 01.09.2011, Side 16

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 16
14 Þjóðmál HAUST 2011 með afdráttarlausum og skýrum hætti um málið . Annar flokksformaður, Steingrímur J . Sigfús son, færi fyrir flokki sem kynnti sig fyrir síðustu kosningar sem einbeittasta and stæð ing aðildar að ESB . Umskiptingur hans væri ekki neinum manni fordæmi . Þá sagði orðrétt: Þær þreifingar sem verið hafa að undan- förnu af hálfu lykilmanna í Samfylk- ingunni gagnvart Sjálfstæðis flokki hafa falið í sér kröfur um að flokkurinn léti aðlögunarviðræður yfir sig ganga fyrir aðgang að ríkisstjórn . Það var þýðingar- mikið að Bjarni Benediktsson skyldi taka opinberlega af allan vafa hvað það atriði snertir, það mikilvæga mál sé ekki verslunarvara af hálfu flokksins . Bjarni gaf þvert á móti til kynna að héðan í frá myndi Sjálfstæðisflokkurinn leiða barátt- una gegn aðildarviðræðum að ESB . Og flokkurinn myndi ekki gera neina mála- miðlun í þeim efnum . Að þessi ummæli í leiðara Morgunblaðsins skuli ekki hafa leitt til umræðna um samstarf innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálalífið almennt um þessar mundir sýnir aðeins hve vanþroskaðar stjórnmálaumræðurnar eru í fjölmiðlum, meðal sígasprandi álits- gjafa um allt og ekkert og í hópi stjórn- málamannanna sjálfra . Engu er líkara en forystu mönnum allra flokka þyki best að sem minnstar umræður séu um stjórnmál eða undirstrauma þeirra . Í leiðaranum er beinum orðum sagt að lyk il menn í Samfylkingunni hafi kannað vilja sjálf stæðismanna til samstarfs við þá með því skilyrði að ESB-aðlögunarviðræð- un um yrði fram haldið . Þetta kann að hafa verið Bjarna Benediktssyni ofarlega í huga þegar hann sat fyrir svörum í útvarpssam tali og svaraði spurningu um hvort hann hall- aðist að sjónarmiðum Þorsteins Pálssonar sem vill aðild að ESB eða Davíðs Oddsson- ar sem er andvígur aðild . Spurningin til Bjarna var í sjálfu sér skrýtin því að á landsfundi flokksins sumarið 2010 var samþykkt: „Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar .“ Með því að árétta þessa samþykkt lands- fundar í svari sínu vísaði Bjarni jafnframt leyni legum spurningum manna úr Sam- fylkingunni á bug . Viðbrögðin létu ekki á sér standa því að Bjarni fékk sam stundis yfir sig reiðiskrif af hálfu Björgvins G . Sig- urðssonar, þingmanns Sam fylkingar innar, og náins samstarfsmanns Össurar Skarp - héð inssonar utanríkisráðherra sem sit ur vandræðalegur uppi með ESB-aðildar um - sókn ina . Framsóknarmenn tóku eindregna af- stöðu gegn ESB-aðild á landsfundi sínum 9 . apríl síðastliðinn og Sigmundur Davíð Gunn laugsson, formaður framsóknar- manna, vill að umsóknin um aðild verði lögð til hliðar . Þess er að vænta að VG og Sjálf stæðis flokkurinn álykti gegn ESB-aðild á lands f undum sínum . Samfylkingin stendur áfram ein í ESB- málinu . Hún setur stuðning við ESB- aðildarviðræðurnar að skilyrði gagnvart VG, flokki sem segist ekki vilja ESB-aðild . Þá skákar Samfylkingin í því skjóli að hún njóti stuðnings út fyrir raðir sínar og einkum frá atvinnurekendum og fésýslumönnum . Ríkis stjórn Samfylkingar og VG gengst síðan upp í því að sauma að fyrirtækjum og stjórn endum þeirra með skattasvipunni . Dapurlegasti vitnisburður um dóm- greind arleysi þeirra sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, og eru ekki einu sinni opinberlega í Sam fylk ing- unni, er að þeir skuli enn mæla því bót að ríkisstjórn Jóhönnu sitji áfram við völd til að aðildarmarkinu sé náð .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.