Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 16

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 16
14 Þjóðmál HAUST 2011 með afdráttarlausum og skýrum hætti um málið . Annar flokksformaður, Steingrímur J . Sigfús son, færi fyrir flokki sem kynnti sig fyrir síðustu kosningar sem einbeittasta and stæð ing aðildar að ESB . Umskiptingur hans væri ekki neinum manni fordæmi . Þá sagði orðrétt: Þær þreifingar sem verið hafa að undan- förnu af hálfu lykilmanna í Samfylk- ingunni gagnvart Sjálfstæðis flokki hafa falið í sér kröfur um að flokkurinn léti aðlögunarviðræður yfir sig ganga fyrir aðgang að ríkisstjórn . Það var þýðingar- mikið að Bjarni Benediktsson skyldi taka opinberlega af allan vafa hvað það atriði snertir, það mikilvæga mál sé ekki verslunarvara af hálfu flokksins . Bjarni gaf þvert á móti til kynna að héðan í frá myndi Sjálfstæðisflokkurinn leiða barátt- una gegn aðildarviðræðum að ESB . Og flokkurinn myndi ekki gera neina mála- miðlun í þeim efnum . Að þessi ummæli í leiðara Morgunblaðsins skuli ekki hafa leitt til umræðna um samstarf innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálalífið almennt um þessar mundir sýnir aðeins hve vanþroskaðar stjórnmálaumræðurnar eru í fjölmiðlum, meðal sígasprandi álits- gjafa um allt og ekkert og í hópi stjórn- málamannanna sjálfra . Engu er líkara en forystu mönnum allra flokka þyki best að sem minnstar umræður séu um stjórnmál eða undirstrauma þeirra . Í leiðaranum er beinum orðum sagt að lyk il menn í Samfylkingunni hafi kannað vilja sjálf stæðismanna til samstarfs við þá með því skilyrði að ESB-aðlögunarviðræð- un um yrði fram haldið . Þetta kann að hafa verið Bjarna Benediktssyni ofarlega í huga þegar hann sat fyrir svörum í útvarpssam tali og svaraði spurningu um hvort hann hall- aðist að sjónarmiðum Þorsteins Pálssonar sem vill aðild að ESB eða Davíðs Oddsson- ar sem er andvígur aðild . Spurningin til Bjarna var í sjálfu sér skrýtin því að á landsfundi flokksins sumarið 2010 var samþykkt: „Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar .“ Með því að árétta þessa samþykkt lands- fundar í svari sínu vísaði Bjarni jafnframt leyni legum spurningum manna úr Sam- fylkingunni á bug . Viðbrögðin létu ekki á sér standa því að Bjarni fékk sam stundis yfir sig reiðiskrif af hálfu Björgvins G . Sig- urðssonar, þingmanns Sam fylkingar innar, og náins samstarfsmanns Össurar Skarp - héð inssonar utanríkisráðherra sem sit ur vandræðalegur uppi með ESB-aðildar um - sókn ina . Framsóknarmenn tóku eindregna af- stöðu gegn ESB-aðild á landsfundi sínum 9 . apríl síðastliðinn og Sigmundur Davíð Gunn laugsson, formaður framsóknar- manna, vill að umsóknin um aðild verði lögð til hliðar . Þess er að vænta að VG og Sjálf stæðis flokkurinn álykti gegn ESB-aðild á lands f undum sínum . Samfylkingin stendur áfram ein í ESB- málinu . Hún setur stuðning við ESB- aðildarviðræðurnar að skilyrði gagnvart VG, flokki sem segist ekki vilja ESB-aðild . Þá skákar Samfylkingin í því skjóli að hún njóti stuðnings út fyrir raðir sínar og einkum frá atvinnurekendum og fésýslumönnum . Ríkis stjórn Samfylkingar og VG gengst síðan upp í því að sauma að fyrirtækjum og stjórn endum þeirra með skattasvipunni . Dapurlegasti vitnisburður um dóm- greind arleysi þeirra sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, og eru ekki einu sinni opinberlega í Sam fylk ing- unni, er að þeir skuli enn mæla því bót að ríkisstjórn Jóhönnu sitji áfram við völd til að aðildarmarkinu sé náð .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.