Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 26

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 26
24 Þjóðmál HAUST 2011 Með ýmsum hætti verða aflaheimildir • færðar til ríkisins svo að það geti selt þær á uppboði . Framsal aflahlutdeildar verður að megin-• stefnu bannað og framsal aflamarks tak- markað verulega . Óheimilt verður að framselja aflaheim-• ildir úr stóra kvótakerfinu í það litla . Bann við veðsetningu fiskveiðiréttinda • verður að meginreglu og gert er ráð fyrir að þessi bannregla taki gildi með tíð og tíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda/krókaaflaheimilda og þeim sem lánað hafa þeim fjármagn með veði í afla- og krókaaflahlutdeildarskipum . Strangari takmarkanir verða settar á • sam þjöppun eignarhalds fiskiskipa, m .a . með tilliti til þess hvaða aðilar geti haft með sér náið samstarf . Veiðigjaldið verður hækkað úr 13,3% í • 19% . Koma skal á eins konar opinberri verð-• stjórn á aflaheimildum með reglum um forleigu rétt hins opinbera á afla hlut- deildum . Athugasemdir og hugleiðingar Það kom mér á óvart, við lestur hins minna kvótafrumvarps, hversu margir og alvarlegir lagatæknilegir gallar voru á því en efnisgreinar þess eru eingöngu sjö . Miðað við efni hins stóra kvótafrumvarps eru hlut- fallslega færri gallar af þessu tagi þar . Þrátt fyrir það eru að sumu leyti sömu ágallar á stóra kvótafrumvarpinu og á því litla, sjá t .d . ákvæðið um byggðakvótann (14 . gr .) og lokamálsgrein 25 . gr . frumvarpsins um framsal valds til ráðherra sem heim- ilar honum að lækka álagningarstig veiði- gjaldsins .18 Einnig er það furðuleg villa í frum varpinu að hvergi er skilgreint hversu 18 Til nánari skýringar á þessum aðfinnslum vísa ég til áðurnefndrar umsagnar minnar um minna kvótafrumvarpið . mörg þorskígildistonn eigi að lágmarki að renna til strandveiðihlutans (sjá 5 . og 11 . mgr . 3 . gr . og 1 . mgr . 10 . gr .) . Annmarkar af þessu tagi gefa til kynna að ekki hafi verið vandað til verka við undirbúning og samningu stóra kvótafrumvarpsins .19 Í stóra kvótafrumvarpinu er víða gengið langt í að auka valdheimildir stjórnvalda og það iðulega án þess að skilgreina með hvaða hætti þessum valdheimildum eru sett takmörk . Þessi nálgun býður þeirri hættu heim að lögmætisregla stjórnsýsluréttar verði brotin við úrlausn einstakra mála og að gengið verði of langt í að takmarka réttindi borgaranna á grundvelli reglugerða í stað settra laga frá Alþingi .20 Stjórnvöld settu á laggirnar hóp sér fræð- inga á sviði fiskveiðistjórnar (í hópnum voru fyrst og fremst hagfræðingar) sl . vor, m .a . til að meta hagræn áhrif stóra kvóta- frumvarpsins . Niðurstaða hópsins var sú að frumvarpið myndi draga verulega úr hag- kvæmni kvótakerfisins .21 Samkvæmt þessu má ætla að margir aðilar muni glata fjár- hags legum verðmætum verði frum varpið 19 Í þessu samhengi skal á það bent að núverandi stjórnarflokkar eða forverar þeirra voru í ríkisstjórn þegar lög um stjórn fiskveiða nr . 38/1990 voru samþykkt vorið 1990 . Lengst af á tímabilinu 1991–2009 voru flokkarnir í stjórnarandstöðu en þeir höfðu starfað saman í ríkisstjórn í tvö ár áður en stóru og litlu kvótafrumvörpin voru lögð fram vorið 2011 . Með hliðsjón af þessu skorti ekki tímann fyrir þessar stjórnmálahreyfingar til að móta skýra og glögga löggjöf um það stjórnkerfi fiskveiða sem þær vildu að ætti að gilda á Íslandi . 20 Í þessu sambandi mætti t .d . nefna þá frumvarps- tillögu að í stað ákvarðana um heildarkvóta geti ráðherra gripið til jafngildra ráðstafana í því skyni að tryggja að veiðar fari fram með sjálfbærum og ábyrgum hætti . Þessar ráðstafanir eru ekki skilgreindar í lögunum og ekki er að finna tillögur að lagareglum um hver verði réttarstaða borgaranna ef til þessara „jafngildra ráðstafana“ verði gripið . 21 Skýrslu hópsins er hægt að nálgast á http://www .sjavarutvegsraduneyti .is/media/2011/ grg_hagraen_ahrif .pdf, síðast skoðuð 23 . ágúst 2011 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.