Þjóðmál - 01.09.2011, Page 33

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 33
 Þjóðmál HAUST 2011 31 Eins og landsmenn muna var helsta bar áttumál Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar stjórnlagaþing ásamt ESB-umsókninni — reyndar má segja að stefnumál Sam fylk ingar innar, undir forystu Jóhönnu Sig urðar dóttur, séu þar með upptalin . Á einhvern hátt laum- aðist hugmyndin um bindandi stjórn laga- þing líka inn í kosningastefnuskrá Fram- sókn ar flokksins á árum áður . Sá laga l egi grund völlur sem slíkt stjórnlagaþing þarf að byggja á reyndist ekki vera til staðar vegna ákvæða um stjórn arskrárbreytingar í stjórnarskrá Íslands . Þetta er ágætt dæmi um að stjórnmálaflokkar þurfi að vanda flokks samþykktir sínar — að þær, eins og frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi, standist stjórnarskrá og almennar reglur varð andi lagasetningu . Slíkt hefur ekki þvælst mikið fyrir þeirri ríkisstjórn sem nú situr . Aldrei hafa komið fram jafn mörg hand ónýt frumvörp eins og nú — og ættu mörg þeirra heima í pappírstætara Alþingis — í stað þess að tefja nefndir þingsins í umræðu um ónýt mál . Eitt af þeim frumvörpum sem hefði betur farið í ruslið er frumvarpið um stjórnlagaþing sem seinna varð að lögum . Það sjá allir nú nema vitavonlaus ríkisstjórn Jóhönnu Sig urðar dóttur og fylgisveinar hennar . Farið var af stað með frumvarp til laga um ráð gefandi stjórnlagaþing með afar flóknu kosn ingakerfi . Frumvarpið var skrifað af kunnum samfylkingarmönnum sem fóru svo síðar sjálfir í framboð til stjórnlagaþings . Það þætti ekki gott hjá öðrum flokkum að koma í gegnum þingið lagasetningu „um sjálfan sig“ . Lýðræðisumbótaloforðum Sam- fylkingarinnar var öllum komið inn í frum varpið, svo sem persónukjöri með kynja kvóta, landið gert að einu kjördæmi, jafnvægi atkvæða sléttað út og yfirkjör stjórn- ir kjördæmanna teknar úr sambandi og öll atkvæði talin í Reykjavík . Að auki varð þessi fyrsta persónukosning sem reynd er á Ís- landi að tölustafakosningu og ekki kosið um nöfn þeirra sem fóru í framboð . Skemmst er frá að segja að meiriháttar ágallar urðu á kosningaframkvæmdinni og talningin klúðr aðist . Komst kjörstjórnarmaður að taln ingu lokinni svo að orði: „Sumir inn- sláttar aðilar stunduðu skapandi úrlestur, gisk uðu á tölur, og breyttu svo passaði við fram bjóðenda .“ Lok þessa máls eru öllum kunn — kosningarnar voru kærðar til Hæstaréttar sem ógilti kosningarnar eftir sögulega dræma kosninga þátttöku . En Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar gáfust ekki upp þrátt fyrir að Vigdís Hauksdóttir Stjórnlagaóráðið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.