Þjóðmál - 01.09.2011, Page 34

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 34
32 Þjóðmál HAUST 2011 æðsti dómstóll landsins hefði úrskurðað um ógildinguna heldur létu smíða nýtt frumvarp sem kvað á um að þeir 25 einstaklingar, sem taldir voru hafa fengið kosn ingu á hið ógilda stjórnlagaþing, skyldu skipaðir í svokallað stjórnlagaráð . Hér skal ekki hnýtt í þá sem tóku sæti í stjórnlagaráði, þeir einfaldlega störfuðu innan þess ramma sem ríkisstjórnin setti . Hinu er ekki hægt að líta fram hjá að flestir ef ekki allir ráðgjafar og lögspekingar, sem tjáðu sig um breytingu ólöglegs stjórnlagaþings í stjórnlagaráð, mæltu því í mót . En ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þarf ekki að fara að landslögum eða lúta niðurstöðum dómstóla . Það hefur margsýnt sig . Augljóst er að þessi leið var farin vegna hræðslu ríkisstjórnarinnar við að efna til nýrra kosninga til stjórnlagaþings vegna þátt tökuleysis landsmanna í sjónarspilinu . Skárra en ekkert er viðkvæði þessarar ríkis- stjórnar . Stjórnlagaráði var komið á fót — eftir þjóðfund, kosningar til stjórnlagaráðs og ógildingu Hæstaréttar . Þrjóska Jóhönnu Sigurðardóttur er ósvik in en rándýr . Þessar lýð ræðis æfi ng ar ríkisstjórnarinnar hafa kostað lands menn tæpan milljarð þegar allt er talið . Já, krat arnir kunna svo sannarlega að eyða almannafé í gæluverkefni . Ekki er hægt að kalla þetta annað en gælu verkefni því að niðurstaða ráðsins hef ur ekkert stjórnskipulegt gildi og er því eins og hver önnur skýrsla sem unnin er fyrir framkvæmdavaldið í frumvarpsformi . Jóhanna Sigurðardóttir veit líklega ekki að stjórnskipunarvaldið er hjá Alþingi þar sem 63 þjóðkjörnir fulltrúar eiga sæti . Ekki er nokkur leið samkvæmt núgildandi stjórnar skrá að fara fram hjá þeirri staðreynd þótt ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa að fara að landslögum . Hvað sem um þau drög sem stjórnlagaráð hefur skilað til forseta Alþingis má segja er er líklegt að þau eiga eftir að taka miklum breytingum í meðförum ríkis- stjórnarinnar . Þessi ríkisstjórn lætur ekkert tækifæri ónotað til að breyta frum vörpum sem samin eru annars staðar en á stjórnar- ráðsgólfinu . Svo mjög hefur ýmsum frum - varps drögum verið breytt að höfundar þeirra kannast tæpast við þau í endanlegri gerð . Ekki er jafn ljóst hvað ríkisstjórnin ætlar sér raunverulega að gera við afurð stjórn- lagaráðsins . Sumir krefjast tafarlausrar þjóðaratkvæðagreiðslu um afurðina — og fara ákveðnir stjórnlagaráðsmenn þar fremstir í flokki, helst þeir sem eru yfir- lýstir samfylkingarmenn . Sú hugmynd er í besta falli barnaleg . Hvernig á að fara fram með drög að frumvarpi í ráðgefandi þjóðar atkvæði? Sem á meira að segja upp- runa sinn hjá ráðgefandi ráði sem byggir til vist sína á fulltrúum í ráðgefandi stjórn- laga þingi sem dæmt var ógilt! Já, í húsum ríkis stjórn arinnar eru greinilega margar vist ar verur . Ríkisstjórnin verður að átta sig á að ekki er hægt að úthýsa stjórnarskrárvaldinu frá Alþingi án þess að gera breytingar á stjórnarskránni . Athyglisvert er að stjórnar - skrár löggjafinn er fjölmennari en lög gjaf- inn sjálfur . Sé stjórn skipunar frum varp til breyt ingar á stjórnarskrá lagt fyrir Al- þingi og samþykkt af meirihluta þings skal tafarlaust boða til kosninga . Alþingi hefur þá samþykkt fyrir sitt leyti að leggja frum varpið í þjóðaratkvæði samhliða þing- kosningum . Samþykki þjóðin frum varp ið þá er það lagt fyrir Alþingi á ný — algjörlega óbreytt . Samþykki nýkjörnir þing menn á nýju þingi frumvarpið þá taka stjórn ar- skrár breytingar gildi — ekki fyrr . Í nánast hverjum einustu þingkosningum verður nokkur endurnýjun á þingmönnum . Það verða því í einhverjum mæli nýir þing-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.