Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 40

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 40
38 Þjóðmál HAUST 2011 Lexían A f þessu dæmi um útrás Íslendinga virð ist mega draga ýmsa lærdóma sem fæstir eru nýir . Mikil útbreiðsla Nyheds avisen undir strikar það að aðstand endur kunnu til verka, það er að gefa út blað . Hins vegar stóðust engar rekstrarforsendur . • Lík anið sem byggt var á hér heima, afkoma Frétta­ blaðsins, var skekkt . Lærdómur: Ekki ljúga að sjálfum sér . • Áætl anir vegna nýs rekstrar í Danmörku og Boston stóðust ekki . Lærdómur: Að láta bjartsýni ekki leiða sig í gönur . • Kaupin á prentsmiðjunni í Bretlandi virðast hafa verið gerð án nauðsyn- legrar athugunar og án sýnilegs markmiðs . Lærdómur: Vönduð vinna skilar sér alltaf . • Það er ekki góð latína að kaupa fyrir- tæki til þess eins að laga EBIDTA-stöðuna . Hér hefur verið farið nokkuð vandlega yfir sögu í einu íslensku útrásardæmi . Þetta dæmi er tekið vegna þess að auðvelt er að meta það . Upplýsingar eru ríkulegar og niðurstaða er fengin . Því miður sýna atburðir undanfarinna ára að þetta er ekkert einsdæmi . Bjartsýni er ágæt en reynsla, varkárni og þekking eru lykilatriði í rekstri . Þessi grein byggir að hluta á grein höf- undar sem birtist í Vísbendingu árið 2008 . Hann var mjög sérstakur, starfshópurinn sem starfaði með Rannsóknarnefnd Alþingis og kvað upp siðferðilegan álitsdóm yfir íslensku þjóð lífi, viðskiptalífi og þeim sem þar störtfuðu . Í hópnum sat t .d . fyrrverandi alþingismaður Kvenna listans, sem var auk þess framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og þar með undirmaður og undir beinu boðvaldi nú verandi forsætisráðherra, en jafnréttismálin hafa verið færð þangað . Ekki virðist vera vafi á því, að Kristín Ástgeirsdóttir hafi þar með verið vanhæf til setu í starfshópnum, en hæfis skilyrði stjórnsýslulaga gilda um þennan starfs hóp . Formaður starfshópsins er Vilhjálmur Árnason heimspekingur . Hann er kunnur vinstrimaður, en menn verða ekki vanhæfir við það eitt . Þeir verða hins vegar vanhæfir ef þeir hafa opinberlega lýst skoðun á málefninu sem þeir eiga að rannsaka . Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndina á starfs hópurinn að meta „hvort skýringar á falli ís- lensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum megi að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði“ . Þegar rannsóknarstarfið var nýbyrjað var haldið „Hugvísindaþing“ í Háskóla Ísland . Þar hélt Vilhjálm- ur Árnason ræðu og hafði þá nýtekið að sér að leiða opinbera nefnd sem átti að komast að því hvort skýringar á efnahagsáföllum mætti „að einhverju leyti“ finna í starfsháttum og siððferði . Vilhjálmur sagði í ræðunni: Ófarnaður íslensks samfélags . Ég á ekki við hrun fjármálakerfisins út af fyrir sig og þær hörmulegu afleiðingar sem þar hefur haft fyrir fólk og fyrirtæki, heldur þá vegferð sem Íslendingar hafa verið á nú um nokkurt skeið og afhjúpast hefur enn skýrar með hruninu . Góðærið reyndist vera rangnefni, ekki bara vegna þess að það byggði að verulegu leyti á fúnum innviðum, heldur líka vegna sjálfs inntaksins í hugmyndinni sem lá því til grundvallar . Hagsæld var lögð að jöfnu við farsæld, viðskiptafrelsi við félagslegar umbætur . Og margir sem ýmist fögnuðu góðærinu, hylltu útrásardrengina eða fylgdust með þeim í forundran, hafa tekið eins konar Ragnars-Reykáss-beygju og fordæma vinnubrögðin sem að baki lágu . Þeir yfirlýsingaglöðustu og stóryrtustu fá þá greiðari áheyrn en aðrir . Ljóst er að Vilhjálmur Árnason vill ekki alveg skera niður áheyrn yfirlýsingaglaðra og stóryrtra manna . Hann virðist að minnsta kosti sjálfur ekki sjá neitt að því að kveða upp stóra dóma yfir íslensku þjóðlífi og setjast svo í opinberan starfshóp til að kanna sömu hluti af miklu hlutleysi . Einhvern tíma munu eflaust verða siðfræðingar á Íslandi sem munu velta fyrir sér siðferðinu í því . Að ógleymdu auðvitað lagalegu vanhæfi hans sem engum dylst . Vilhjálmur birtir fyrirlestur sinn, sem fluttur var í mars 2009, í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, 2 .–3 . hefti 2009 . „Fuglahvísl“, amxi .is, 7 . apríl 2011 Siðapostular undir fölsku flaggi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.