Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 45

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 45
 Þjóðmál HAUST 2011 43 Þjóðgarður er ekki þjóðareign heldur land, sem tekið er af markaði og sett undir stjórnsýslu ríkisins . Orðið þjóðareign eða gjöf til íslensku þjóðarinnar er oft notað um gjafir til ríkisins, t .d . safn Einars Jónssonar, Leifstyttuna á Skólavörðuholti o .fl . Frál eitt er að nota þessar einangruðu undantekn- ingar sem rök til að auka ríkis-kapítalisma á Íslandi . Menn hafa gert athugasemdir við að tillögur stjórnarskrárráðs séu ekki á nógu skýrt skilgreindu lagamáli . Því hefur verið svarað svo að tillögur stjórnarskrárráðs séu á mannamáli . Óskilgreint mannamál leiðir af sér að menn túlka slíka stjórnarskrá eins og meirihlutinn vill hverju sinni . Vand aðar skilgreiningar orða í lögum eru óhjákvæmilegar fyrir réttarfarið og réttar- öryggi borgaranna . Þegar þeir sem eru á annarri skoðun eru farnir að kalla vandaðar skilgreiningar laga orðhengilshátt er lýðræðið í hættu . Í Vínarborg var reist glæsilegt þinghús á 19 . öld . Fyrir framan það stóð vegleg stytta af Aþenu, gyðju viskunnar . Sumir Vínarbúar gerðu þá athugasemd að gyðjan væri ekki inni í þinghúsinu, heldur væri henni úthýst þaðan . Því var svarað að gyðja viskunnar væri of stór fyrir þinghúsið . Við Alþingishúsið í Reykjavík er gyðja visk unnar hvergi í augsýn, hvorki innan húss né utan . Hrunið var engin tilviljun . Jóhanna Sigurðardóttir sagði erlendum frétta-mönnum að á Íslandi yrði „efnahagslegt öng þveiti“ ef Icesave-lögunum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu . Það var svona jóhönnu- leg aðferð við að „gæta íslenskra hagsmuna“ og til að laða erlenda fjárfestingu til landsins . Steingrímur J . Sigfússon sagðist ítrekað ekki vilja „hugsa þá hugsun til enda“, hvað myndi gerast ef Icesave-ánauðin yrði ekki samþykkt á Alþingi fyrir næstu helgi, en auðheyrt var að fjármálaráðherrann taldi afleiðingarnar skelfilegar . Gylfi Magnússon sagði að Ísland yrði „Kúba norðursins“ ef Icesave II yrði ekki sam- þykktur . Þórólfur Matthíasson boðaði samfelld- ar hörmungar ef Icesave-samningarnir yrðu ekki samþykktir . Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði að þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem börðust gegn Icesave II, væru að „tala Ísland niður í ruslflokk“, því ráðherrar og stjórnarþingmenn fullyrtu auðvitað líka að lánshæfismat landsins yrði lækkað ef það tæki ekki á sig Icesave reikningana . Hafa fréttastofurnar farið yfir þessa sögu? Hefur verið fjallað, vandlega og rækilega, um hvað stjórnarherrarnir og frúrnar sögðu við lands menn til að fá þá til að fallast á Icesave- ánauðina? Hefur verið farið yfir spádómana, sem ekki voru settir fram sem spádómar heldur sem fullyrðingar, studdar við fræðititla lofsunginna prófessora? Hafa ljósvakamiðlarnir, sem auðvitað eiga hjá sér stóryrðaviðtölin og fullyrðingarnar, tekið þau saman og gert úr vandaðan fréttaskýringaþátt? Nei, þeim dettur það ekki í hug . En það eru sagðar margar fréttir af einhverj- um níræðum verkfræðingi og örsafnaðarleiðtoga ein hvers staðar í Bandaríkjunum, sem trúði því að heimsendir yrði síðasta laugardag . Það er nú aldeilis hálfviti, ha ha ha . Svona eru þessir trú- uðu Bandaríkjamenn, ho ho ho . En hvernig fara íslenskir fjölmiðlar með sína eigin efnahagslegu heimsendaspámenn? Jú, þeir eru bara sömu fastagestirnir í umræðuþáttum og fréttatímum, þar sem þeir þykja alltaf jafn áhugaverðir . „VefÞjóðviljinn“, andriki .is, 23 . maí 2011 . Íslenskir spekingar og hræsni fjölmiðlanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.