Þjóðmál - 01.09.2011, Page 49

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 49
 Þjóðmál HAUST 2011 47 fjárhagslegrar niðurgreiðslu frá ríkinu . Nemendur borga tiltekið fastagjald og að auki ákveðna upphæð á hverja náms ein- ingu . Þar sem skólinn starfar aðeins í einn mánuð, og kennir eftir öldungadeildar- fyrirkomulagi, þ .e . kennslustundir eru helm ingi færri en í samsvarandi áföngum í dag skóla, taka nemendur að jafnaði ekki fleiri en einn til þrjá áfanga . Óhætt er að segja að Sumarskólinn í FB sé eitthvert besta dæmið um einkavæðingu í skólakerfinu á undanförnum áratugum . Að jafnaði skrá sig til náms í skólanum vel yfir þúsund nemendur úr hinum ýmsu framhaldsskólum . Aðallega tvennt vakir fyrir nemendum . Annars vegar að flýta fyrir sér í námi í sínum framhaldsskóla og hins vegar til að bæta við sig þekkingu, t .d . í stærðfræði og raungreinum, til að vera betur búnir undir tiltekið nám í tækni- og raungreinum í háskóla . Kennarar skólans koma frá mörgum framhaldsskólum og taka að sér kennslu í skólanum í júnímánuði til að drýgja tekjur sínar . Snilldin við Sumarskólann í FB er sú að hann er eingöngu rekinn fyrir skóla- gjöld nemenda, ríkið leggur ekki til krónu . Þannig sparar skólinn ríkinu, þ .e . skatt- greiðendum, stórkostlegar upphæðir á ári hverju þar sem ella þyrfti ríkið að standa undir öllum kostnaði sem fylgir kennslu í öllum þeim námsáföngum sem kenndir eru í skólanum . Annar kostur við að nemendur standi sjálfir undir öllum kostnaði er sá að þá er alltaf hægt að mæta eftirspurn . Ef fleiri sækja um, þá fær skólinn meiri peninga og getur þannig boðið enn fleiri áfanga . Ef ríkið sæi um þessa þjónustu færi skólinn á fjárlög þannig að ef eftirspurn yrði umfram það sem fjárheimildir segðu til um gæti skólinn ekki mætt þeirri umframeftirspurn með frekari framboði námsáfanga . Af þessari ástæðu væri glapræði ef ríkið færi allt í einu að taka upp á því að reka skólann . Með þessu fyrirkomulagi eru margir sigurvegarar . Nemendur, sem telja ekki það eftir sér að borga, kennarar sem fá aukapening yfir sumarmánuðina og ríkið sem sparar gífurlegar upphæðir á ári hverju . Sumarskólinn í FB er glæsilegt dæmi um kosti einkaframtaks þar sem framboð mætir alltaf eftirspurn . Gallinn við ríkisrekstur, í skólakerfinu sem og annars staðar, er að við slíkt form verður iðulega til skortur því einstaklingar mega ekki borga sjálfir fyrir frekari þjónustu hafi stofnunin fullnýtt fjárheimildir sínar . Þarf einkaframtak til að draga úr einsleitni? En getur ríkið ekki bara sjálft opnað kerfið betur þannig að fleiri finni sinn rétta framhaldsskóla? Að einhverju leyti getur ríkið gert það en miklu betra er að nýta kosti einkaframtaksins því að ríkið getur ekki metið á jafn skilvirkan hátt og markaður inn hvað allir hinir mismunandi hópar ungs fólks vilja . Á markaðnum eru ótal aðilar sem þefa uppi nýja markaði á sviði menntunar og fræðslu, rétt eins og tíðkast á ýmiss konar annarri vöru eða þjónustu sem markaðurinn hefur fengið að sinna án opinberra afskipta . Tökum bókamarkaðinn sem dæmi . Segja má að bækur þjóni ekki einungis skemmt ana- gildi heldur ekki síður mennta- og menn- ingargildi . Ríkið, hvorki hér né í öðrum lýðræðisríkjum, kemur ekki nærri bóka- útgáfu nema í undantekningartilfellum . Og hvernig er bókaflóran? Óendanlega fjölbreytt . Skáldsögur af ýmsu tagi, ástar- sög ur, spennusögur, vísindaskáldsögur, ævi- sögur, sagnfræði, handbækur, sjálfshjálpar- bækur, fagbækur, trúarrit, kennslubækur, og þannig mætti telja út í hið óendanlega . Sömu sögu er að segja um tímaritamarkaðinn . Ekki þarf annað en að reka nefið inn í eina

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.