Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 51

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 51
 Þjóðmál HAUST 2011 49 • skóla sem blandaði meira saman verk- • eða listnámi og bóknámi skóla þar sem stærðfræði væri eingöngu • kennd með tölvum og kennsla í raungreinum væri eingöngu verkleg með áherslu á skilning hugtaka og lögmála en síður á útreikninga skóla sem samþætti námsgreinar í • ríkari mæli, t .d . kenndi sögu á ensku eða stærðfræði og eðlisfræði í sama námsáfanganum skóla, aðallega hugsaðan fyrir eldri nem-• endur, sem miðaði að því að búa fólk undir háskólanám í tilteknum greinum, t .d . viðskiptafræði eða raungreinum skóla sem legði áherslu á félagshyggju • eða frjálshyggju þar sem námsgreinar eins og saga og heimspeki væru kenndar út frá viðkomandi lífsýn skóla fyrir Pólverja þar sem kennt væri á • ensku og pólsku en rík áhersla lögð á að læra íslensku sem annað mál skóla sem legði áherslu á starfstengd • verkefni skóla sem tilheyrði trúfélagi• skóla sem tilheyrði stórfyrirtæki• skóla fyrir afreksfólk í íþróttum • skóla sem tengdi kennslu námsgreina • við nærumhverfi, t .d . í sjávarbyggðum skóla sem legði áherslu á notkun • upplýsingatækni og miðlun í gegnum netið, e .k . blöndu af staðar- og fjarnámi skóla sem miðaði að því að brautskrá • alhliða iðnaðarmenn sem væru t .d . jafnvígir sem almennir smiðir og rafvirkjar en kynnu jafnframt skil á grunnatriðum pípulagna skóla sem legði áherslu á einstaklings-• miðað nám þannig að nemendur fengju að vinna með mismunandi efni innan sama námsáfanga, allt eftir þyngdarstigi og áhugasviði skóla sem legði áherslu á símat og • samvinnu nemenda Þessir skólar hefðu frelsi til að skipuleggja námið á sínum forsendum í miklu ríkari mæli en nú er heimilt . Þannig hefðu skólarnir víðtækt frelsi hvað varðar innihald námsáfanga svo og hve mikið vægi þeir kysu að gefa hinum ólíku námsgreinum . Eins myndu þeir ráða að mestu hver heildarlengd námstíma til brautskráningar (t .d . til stúdentsprófs) yrði . Ofangreindur listi er vitaskuld engan veginn tæmandi . Hann endurspeglar einungis þær gerðir skóla sem einn einstaklingur, þ .e . greinarhöfundur, lét sér detta í hug eitt stundarkorn . Ef hinn frjálsi markaður væri virkjaður í þessu sambandi kæmu fram margfalt fleiri hugmyndir . Helsti kostur hins frjálsa markaðar er jú að betur sjá augu en auga . Ávísunarkerfi eða hreinir einkaskólar En hvernig er best að útfæra frekari einkavæðingu skóla á fram halds skóla- stigi? Það má gera á ýmsa vegu en hér skal lítillega gerð grein fyrir tveimur leiðum . Annars vegar má koma á frekari einka- væðingu í skólakerfinu með svokölluðu ávísunar kerfi (e . voucher system), sem felur í sér að í stað þess að ríkið ráðstafi hluta skatttekna í rekstur framhaldsskólanna, fengju nemendur (eða foreldrar þeirra) í hendur ávísun frá ríkinu sem næmi meðal- kostnaði við hvern nemanda . Nemendur færu svo með ávísunina í þann skóla sem hentaði þeim best . Þannig yrði til samkeppni á milli skólanna og hvati til að laga sig að ólíkum þörfum þeirra og hæfileikum . Ríkið myndi með öðrum orðum ráðstafa peningum til neytendanna beint, þ .e . nemendanna í stað framleiðenda menntunar, þ .e . skólanna sjálfra . Hin leiðin er einfaldlega sú að allir fram haldsskólar séu hreinir einkaskólar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.