Þjóðmál - 01.09.2011, Page 52

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 52
50 Þjóðmál HAUST 2011 þ .e . nemendur eða forráðamenn þeirra standi beint undir öllum kostnaði í formi skólagjalda . Kosturinn við hreina einkaskóla umfram t .d . ávísunarkerfið er að þá getur ríkið ekki sett neinar skorður hvað varðar námsframboð eða efnistök . Skólarnir yrðu fullkomlega sjálfstæðir og þar með yrði fjölbreytnin enn meiri . Hvað varðar sjónarmið um jafnrétti til náms við slíkt fyrirkomulag má benda á eftirfarandi: Skattar ættu að lækka verulega svo að aukið svigrúm ætti skapast til að mæta skólagjöldum . Þá má aftur minna á að ýmis nauðsynjavara er ekki niðurgreidd af ríkinu svo sem matur og bílar . Ennfremur má gera ráð fyrir að á meðan sumir skólar væru dýrir væru aðrir ódýrir og alls ekki víst að þeir dýrari væru endilega betri en þeir ódýru . Með aukinni tækni og netinu er hægt að reka fyrirtaksskóla með litlum kostnaði á hvern nemanda . Síðast en ekki síst má spyrja: Hvort felur í sér meira jafnrétti, einsleitt ríkisrekið skólakerfi þar sem jafnvel helmingur ungs fólks fær ekki þjónustu við hæfi eða markaðsdrifið skólakerfi með innbyggðum hvata til að uppfylla þarfir ólíkra markhópa á eins hagkvæman hátt og kostur er? Niðurlag Hvaða leið sem menn vilja fara í átt til frekari einkavæðingar í skóla- kerfinu er löngu kominn tími til að styðja einkarekstrarformið af mun meiri myndug- leik og krafti en hingað til hefur verið gert á Íslandi . Flestar þjóðir í kringum okkur hafa gengið mun lengra á þeirri braut en við, t .d . Hollemdingar og Svíar, svo ekki sé minnst á Breta og Bandaríkjamenn . Það skortir því ekki fyrirmyndirnar ef víðtækur vilji skapast einhvern tíma hér á landi til að nýta betur kosti einkaframtaksins í skólakerfinu . Samfylkingin gaf á síðasta ári út sérstaka söngbók fyrir flokksfélaga, væntanlega fyrir framlag til flokksins úr ríkissjóði . Var það gert til að fagna 10 ára afmæli flokksins . Í kverinu eru ýmsir góðir baráttusöngvar sem Atli Heimir Sveinsson valdi . Í inngangi segir Atli um val sitt að hann hafi valið þau lög og ljóð sem ætla mætti að flestir flokksfélagar kynnu . Þar er fallegur boðskapur eins og: Því fáninn rauði okkar merki er, því fáninn rauði okkar merki er, því fáninn rauði okkar merki er, lifi kommúnisminn og hinn rauði her. Þetta er auðvitað eitthvað sem Atli Heimir ætlar flestum Samfylkingarmönnum að kunna . Stríðssöngur jafnaðarmanna á bls . 22 kemur að góðum notum eftir að Sam- fylkingin og VG hófu árásarstríð gegn Líbýu . Kanakokteillinn á bls . 31 segir frá því að þeir sem þiggi veigar á vellinum drekki Víetnama blóð . Svo vona ég að söngurinn sameini Sam fylkingarfólkið, segir Atli Heimir að lokum . Frjálslyndur og nútímalegur jafn- aðarmannaflokkur . „Vef-þjóðviljinn“, andriki .is, 18 . ágúst 2011 Hinn nútímalegi jafnaðarmannaflokkur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.